Click here to join the meeting
Hvað þarf til að stytting vinnuvikunnar styðji við heilsueflingu á vinnustaðnum?
Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 17.febrúar n.k. kl.12.00, þar sem okkur langar að velta fyrir okkur áhrifum styttingu vinnuvikunnar á heilsueflingu á vinnustöðum. Við munum leita svara við spurningum sem snúa að því með hvaða hætti við getum áfram stutt við heilsueflandi vegvísa með færri klukkustundir til umráða. Snýst þetta kannski ekki um mínútur?
Fyrirtækin Nordic Visitor og Orkuveita Reykjavíkur byrjuðu snemma á innleiðingarferli styttingu vinnuvikunnar og þar á bæ er því komin dýrmæt reynsla, sem þau Sjöfn Yngvadóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Nordic Visitor og Víðir Ragnarsson, verkefnastjóri jafnréttis- og mannauðsmála hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að deila með okkur.
Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, sem situr í stjórn faghópsins mun stýra fundinum.