Oft heyrist sagt að við eigum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur og því sé svo gagnlegt að þekkja styrkleika sína. Þetta var efni fundar á vegum mannauðs-og markþjálfunarhóps Stjórnvísi sem haldin var hjá Virk. Við eigum að einblína á styrkleika okkar, nýta þá betur og hætta að velta okkur uppúr veikleikunum – sem við þekkjum þó oftast mun betur. Það er minna rætt um það að þegar við ofnýtum styrkleika geta þeir jafnvel dregið úr okkur lífsgleði og kraft. Vannýttir styrkleikar bíða hins vegar eftir því að vera virkjaðir okkur til heilla og hamingju. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin boðar er að það að nýta styrkleika á nýjan hátt getur aukið hamingju okkar.
Almenningur hefur aðgang að nokkrum styrkleikaprófum á netinu, á þessum viðburði var eitt þeirra, Strengths Profile, kynnt til sögunnar. Strengths Profile býður upp á styrkleikamat fyrir einstaklinga og teymi. Það gefur auga leið að það að hafa yfirsýn yfir styrkleika teymis getur gagnast á ýmsan hátt, til dæmis bætt afköst og anda.
Ragnhildur og Ágústa Sigrún eru mannauðsráðgjafar og ACC markþjálfar hjá Zenter. Þær nýta Strengths Profiler við markþjálfun og í vinnu með einstaklingum eða teymum. Helsti styrkleiki Ragnhildar skv. Strength Profiler er kímnigáfa og Ágústa hefur hugrekki í efsta sæti.
Ágústa sagði frá fyrirtækinu CAPP sem stofnaði Strength Profile, en eftir að hafa tekið 30þúsund viðtöl við fólk voru greindir 200 styrkleikar en CAPP vinnur út frá 60 styrkleikum. Styrkleikagreiningin skiptist í fjóra flokka; Weaknesses, Learned behaviours, Relised strengths og Unrelised strenghts. Kortinu er skipt í fjóra liti sem eru dökkgrænnn, ljósgrænn, appelsínugulur og rauður. Ágústa sýndi kort Ragnhildar og þar kom fram styrkleiki, drifkraftur, lærð hegðun og veikleiki. Hver einstaklingur fær 1-4 styrkleika í hverju boxi. Greiningin er gerð á netinu, niðurstöður berast rafrænt og það kemur skýrsla sem kynnt er í samtali við hvern og einn.
En hvað er styrkleiki? Styrkleiki er eitthvað sem innifelur hvernig maður framkvæmir það sem maður á að gera. Styrkleiki er því aðgerð sem er vel gerð. Gerð var rannsókn á 40 þúsund skýrslum og skoðað hverjir eru algengustu styrkleikarnir. Sá algengasti er stolt, mission (tilgangur í lífinu). Búið er að gera 2 milljónir greininga og er tækið mikið notað í starfsþróun. Það tekur um 25 mínútur að svara matinu.
En af hverju ættum við að nota styrkleika okkar? Rannsóknir sýna að ef við dveljum í styrkleikunum líður okkur miklu betur og framlegð verður miklu meiri (sjá rannsókn sem vísað er til í glæru). Drucker vísar til þess hve mikilvægt það er að verða enn betri í sínum styrkleikum í stað þess að vinna stöðugt í veikleikum.
Ragnheiður fór yfir hvað það er að vera styrkleikamiðað teymi og hvatti alla til að gera styrkleikaskjöldinn heima til þess að hver og einn myndi finna sín einkunnarorð. Allir þekkja SVÓT greiningu og því gott að keyra saman svót greiningu við þessa. Teymið ræðir síðan hvað þau ætla að gera og hvað þau ætla að hætta að gera?