Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. Eiðistorg, Reykjavík, Ísland
Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Árin 2014 og 2015 stendur yfir herferð Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar um andlega og
félagslega áhættur í vinnu, þar sem stofnunin hvetur stjórnendur til að huga að þessum þáttum og
gera bragarbót. Herferðin nefnist á íslensku Góð vinnuvernd vinnur á streitu.
Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að 50-60% tapaðra veikindadaga Evrópubúa megi rekja til streitu
með einum eða öðrum hætti. Þess vegna er brýnt að taka á þeim þáttum í vinuumhverfinu sem
bæta geðheilsu starfsmanna bæði af fjárhagslegum ástæðum og út frá vellíðunarsjónarmiði. Þegar
starfsfólki líður vel í vinnu skilar það betri afköstum og ánægja þeirra eykst.
Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafi hjá ProActive - ráðgjöf og fræðslu fjallar um hvað veldur
streitu í vinnuumhverfinu og vinnuskipulaginu og hvernig hægt er að draga úr henni.
Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Króks í Grindavík segir frá hvaða
stjórnunaraðferðum hún hefur beitt til þess draga úr streitu og auka samheldni og ánægju
starfsmanna sinna.
Fundurinn verður haldinn í Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. Innovation House er staðsett á 3.hæð á Eiðistorgi, gengið er upp á 2.hæð, gegnt Bókasafninu er gengið upp á 3.hæð.