Aðdragandi
Miðvikudaginn 15. apríl n.k. stendur til að stofna faghóp innan Stjórnvísi um viðskiptagreind. Þetta er í beinu framhaldi af fyrsta fundi skipulögðum af undirbúningsnefnd hópsins sem fram fór 5. mars s.l.
Fundarefni
- Formleg stofnun faghópsins innan Stjórnvísi og honum valið nafn og stjórn.
- Fyrirlestur og umræður. Að þessu sinni ætlar Óskar Jónsson, sem starfar við áhættugreiningu hjá StatOilHydro í Noregi, að fjalla um hvernig olíurisinn vinnur og nýtir upplýsingar fyrir áhættugreiningu.
Fundarstaður
Fundurinn mun fara fram í húsakynnum Símans að Ármúla 27 – bakhús (Fræðslusetur Símans) og hefst hann kl. 16:00.
F.h. undirbúningshópsins vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og eins væri gott að þeir sem fá þetta skeyti dreifi því áfram á aðila sem líklega hafa áhuga. Öllum er frjálst að mæta og aðgangur ókeypis.