Nýsköpunarmiðstöð Íslands Árleyni 8
Mannauðsstjórnun, ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði, Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Samspil núvitundar og viðskipta
Enlightened Enterprise
Iðkun núvitundar fær vaxandi athygli í stjórnun, nýsköpun og mannauðsmálum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að núvitundariðkun hefur margvísleg jákvæð áhrif á persónulega hæfni og dregur úr streitu, eykur einbeitingu og sköpunargáfu, sjálfsstjórn og samkennd.
Í þessum fyrirlestri fjallar Vin Harris um samspil núvitundariðkunar og stjórnunar í fyrirtækjum, jákvæð persónuleg og fagleg áhrif núvitundar. Vin Harris er frumkvöðull, ráðgjafi og núvitundarkennari sem er kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar og ætlar að deila reynslu sinna af iðkun núvitundar um áratugaskeið. Hann mun veita innsýn í hvernig núvitund hjálpar ekki bara við að takast á við streitu og viðlíka vandamál, heldur getur líka haft jákvæð áhrif þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja, skýrari sýn við mótun stefnu, meiri hugmyndaauðgi í nýsköpun og árangursríkari stjórnun.
Vin Harris byggði upp fyrirtæki sitt í Skotlandi (Ventrolla Scotland) og hlaut virt nýsköpunarverðlaun sem kennd eru við John Logie Baird. Vin er með MBA gráðu frá Northumbria University og BA gráðu frá University of Warwick. Hann gerði rannsókn í MBA náminu á áskorunum lítilla fyrirtækja við að vaxa. Vin Harris er einn af höfundum bókarinnar „MINDFUL HEROES – stories of journeys that changed lives“, kennir við Háskólann í Aberdeen og einn af stofnendum Mindfulness Association í Bretlandi. https://www.linkedin.com/in/vin-harris-806aa912/
Dagana 14.-15. des. heldur Vin Harris einnig námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni, https://www.facebook.com/events/534775150694808/