Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu.

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.

Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf.  Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum.  Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.

Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak.  Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi.  Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt.  Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel.  Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu.  Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum.  BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar.  Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst.  Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur.  Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin.   Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna.  Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt. 

Um viðburðinn

Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu. (Aðalfundur faghóps stefnumótunar og árangursmats)

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting? Hvers vegna ættu fyrirtæki að taka aðferðafræðina upp? Hvað þarf að vera til staðar til að árangur náist?

Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf., lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallar lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Á þessum fundi ætlar Axel að segja okkur frá rannsókninni og gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Aðalfundur faghópsins verður haldinn eftir fyrirlesturinn.

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni 2025

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 30. Apríl síðastliðinn. 
Starfsárið 2024-2025 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Elísabet Jónsdóttir, 

Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands,

Sigríður Þóra Valsdóttir, nemi, 

Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur    

Steinunn Ragnarsdóttir, Confirma

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar. 

Value based leadership workshop í tengslum við Wellbeing Economy Forum

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á vinnustofunni hennar Lisu Vivoll Straume sem er hér á landi vegna Wellbeing Economic forum og er mjög eftirsóttur leiðtogaráðgjafi og leiðbeinandi. Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is

Einnig er ennþá hægt að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa sjá hér.

Event info:

What is value-based leadership? Value-based leadership involves creating an environment where employees can utilize their strengths and resources. It’s about understanding what gives and takes energy and helping employees balance job demands with their available resources. This leadership style has proven to be highly effective.

Why join? Learn how to:

- Understand and apply key psychological mechanisms in leadership.
- Master communication techniques like active listening, asking insightful questions, and providing constructive feedback.
- Give values a clear voice and create a foundation for concrete change and development.

Dr. Lisa Vivoll Straume holds a PhD in Psychology and is a leading figure in value- and strength-based leadership. Straume has developed tools that enable leaders to lead in alignment with their own and their organization’s values.

 

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2025

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)

Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:

Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ

Skammtatækni og Dagur jarðar

Skammtatækni og Dagur jarðar

Alþjóða efnahagsráðið gefur reglulega út fréttabréf, Forum Stories sem hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um breytingar sem eru að valda umbreytingum í þróun á tækni og í samfélögum. Nýjasta fréttabréfið er áhugavert og fjallar um skammtatækni og hvernig sprotafyrirtæki eru að hagnýtta sér þá tækni og svo Dag jarðar, sem eru haldinn reglulega á alþjóðavísu 22 apríl en í kjölfar hans er haldinn hinn íslensku Dagur umhverfisins 25 apríl. Njótið fréttabréfsins og hugsanlega gerist áskrifendur!

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?