Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu.

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.

Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf.  Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum.  Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.

Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak.  Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi.  Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt.  Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel.  Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu.  Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum.  BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar.  Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst.  Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur.  Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin.   Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna.  Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt. 

Um viðburðinn

Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu. (Aðalfundur faghóps stefnumótunar og árangursmats)

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting? Hvers vegna ættu fyrirtæki að taka aðferðafræðina upp? Hvað þarf að vera til staðar til að árangur náist?

Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf., lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallar lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Á þessum fundi ætlar Axel að segja okkur frá rannsókninni og gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Aðalfundur faghópsins verður haldinn eftir fyrirlesturinn.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?