Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.
Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf. Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.
Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting.
Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum. Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.
Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak. Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi. Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt. Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel. Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu. Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum. BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar. Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst. Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur. Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin. Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna. Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt.