Heilsueflandi vinnustaður er gagnvirkt verkfæri sem allir vinnustaðir geta notað endurgjaldslaust til að átta sig á og máta sig við þá þætti á vinnustað sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Niðurstöðurnar nýtast síðan til að móta öflugan heilsueflandi vinnustað. Heilsueflandi vinnustaður er samstarfs verkefni Embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og VIRK.
Verkfærið hefur nú verið í boði í nokkurn tíma og við ætlum að heyra hvernig gengur.
Heilsueflandi vinnustaður – verkfærið og vinnan.
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur sem starfar sem verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.
Heilsuefling hjá Eflu - hvernig gengur og hvað er á döfinni?
Inga Berg Gísladóttir, mannauðssérfræðingur hjá Eflu.
Fundarstjóri verður Valgeir Ólason, stjórn faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi.