Ketilhús Kaupvangsstræti 8, Akureyri
Almannatengsl og samskiptastjórnun,
Faghópur almannatengsla og samskiptastjórnunar heldur umræðunni áfram varðandi hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta og heldur nú til Akureyrar miðvikudaginn 2. nóvember. Viðburðurinn verður haldinn í Ketilhúsi, Kaupvangsstræti 8 og hefst 17:00.
Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe á Íslandi mun hefja viðburð á því að fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila. Sem sérfræðingur í almannatengslum hefur Ingvar Örn starfað á sviðinu í 20 ár og hefur nýtt fagmenntun sína á sviðinu og alþjóðlega reynslu til að lyfta ráðgjöf innan sviðsins á hærri sess.
Í kjölfarið mun Guðbjörg Hildur Kolbeins fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi fjölmiðla. Guðbjörg Hildur er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og aðjunkt í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst, og hefur unnið að rannsóknum á íslenskum fjölmiðlum.
Skapti Hallgrímson, einn reyndasti blaðamaður landsins og nú ritstjóri Akureyri.net kemur til með að taka þátt í umræðum viðburðar að erindum loknum.
Dagskrá:
17:00-17:20 Ingvar Örn Ingvarsson fer yfir álitaefni er varða tilgang miðlunar og gagnvirkra samskipta og fjölmiðla
17:20-17:40 Guðbjörg Hildur Kolbeins fer yfir álitaefni er varðar tilgang fjölmiðla
17:40-18:10 Ingvar Örn, Guðbjörg Hildur og Skapti svara fyrirspurnum um álitaefni viðburðar
18:10-18:30 Opnar umræður og léttar veitingar
Erla Björg Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun mun leiða fundinn
Það eru allir velkomnir á Stjórnvísiviðburði sér að kostnaðarlausu. Í Stjórnvísi eru í dag um 4500 stjórnendur frá 400 fyrirtækjum sem greiða árgjaldið. Stjórnvísi er í eigu sinna félagsmanna og rekið án fjárhagslegs ávinnings.
Hlekkur á Teams: Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila?