Háskólinn í Reykjavík /M216 Menntavegur, Reykjavík
Almannatengsl og samskiptastjórnun,
Faghópur um almannatengsl og samskiptastjórnun hefur sitt fyrsta starfsár með krafti fimmtudaginn 15. september. kl. 11:45. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M216.
Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Cohne og Wolf á Íslandi mun hefja viðburð á því að fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila. Ingvar Örn hefur starfað í almannatengslum í 20 ár og hefur nýtt fagmenntun sína á sviðinu og alþjóðlega reynslu til að lyfta ráðgjöf innan sviðsins á hærri sess.
Þórarinn Þórarinsson, sem á að baki rúma tvo áratugi í blaðamennsku á vefmiðlum, tímaritum og dagblöðum, hefur í seinni tíð verið upptekinn af málfrelsinu og fagmennsku í fjölmiðlun kemur til með að taka við fyrirspurnum út frá álitaefni ásamt Brynjari Níelssyni.
Brynjar Níelsson, lögmaður, fyrrverandi þingmaður og núverandi aðstoðarmaður ráðherra er flestum kunnugur en hann liggur ekki á skoðunum sínum og hefur ítrekað lýst áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi.
Dagskrá:
11:45 – 12:00 Ingvar Örn Ingvarsson fer yfir álitaefni er varða tilgang miðlunar og gagnvirkra samskipta og fjölmiðla
12:00 – 12:30 Þórarinn Þórarinsson og Brynjar Níelsson svara fyrirspurnum um álitaefni viðburðar
12:30 – 13:00 Opnar umræður
Erla Björg Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun mun leiða fundinn