Click here to join the meeting
Meeting ID: 330 863 968 330
Passcode: iVbbEo
Þetta er annar viðburður faghópsins á þessum vetri og i dag ætlum við að fjalla um áhrif og birtingarmynd breytingaskeiðs á vinnustaði, því það er varla til sá vinnustaður sem ekki verður fyrir áhrifum.
Fundarstjóri: Heiður Reynisdóttir, mannauðsstjóri NÍ
Dagskrá fundarins:
- Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri VIRK: Streitan í seinni hálfleik.
- Ragga nagli, sálfræðingur og einkaþjálfari, fjallar um mikilvægi hreyfingar og mataræðis í tengslum við blóðsykurstjórnun og hormóna á breytingaskeiði. Röggu þekkja flestir en hér má fylgjast með henni: https://ragganagli.com og á Instagram
- Halldóra Skúladóttir, markþjálfi og klínískur dáleiðari, mun fjalla um eigin reynslu af breytingaskeiðinu í erindi sínu: Að rata út úr þokunni. Halldóra býður upp á einstaklingsmeðferðir þar sem hún hjálpar fólki að greiða úr hugarflækjunni, endurstilla vanana og atferlið sitt ásamt því að vera með breytingaskeiðsráðgjöf annars vegar fyrir einstaklinga og hins vegar fyrir fyrirtæki sem vilja marka sér breytingaskeiðsstefnu, innleiða gátlista og viðbragðsáætlanir til þess að geta mætt þörfum kvenna á breytingaskeiði, stutt þær í stað þess að missa þær úr vinnu. Hún heldur úti tveimur síðum sem vert er að fylgjast með: www.kvennarad.is & www.halldoraskula.com - hún er auðvitað líka á Instagram.