Á vefnum
Heilsueflandi vinnuumhverfi, Leiðtogafærni,
Heilsueflandi leiðtogastíll (e. wellbeing leadership) er vinsælt umræðuefni um þessar mundir og voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði kynnt nú í byrjun október. Viðmiðin eru sprottin út frá samstarfi embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi og eru þau opin öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á vefsvæðinu www.heilsueflandi.is. Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmiðin og er fyrsti viðburðurinn á dagskrá 28 október (sjá hér). Faghópur um leiðtogafærni hefur áhuga á því að skyggnast inn í hvernig leiðtogar geta haft áhrif og stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum.
Við höfum fengið Susanne Svarre framkvæmdastjóra TSG Nordic A/S í Danmörku til að deila með okkur sinni reynslu af því hvernig áhrif heilsueflandi leiðtogastíll hefur á vinnuumhverfi og starfsanda. Susanne hefur yfir 30 ára reynslu sem stjórnandi og hefur áhugavert sjónarhorn á gildi langtíma vinnusambands í heimi sífelldra og hraðra breytinga sem við lifum við í dag.
Fundurinn fer fram á ensku.