Marel, höfuðstöðvar Austurhrauni 9, Garðabær
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Sjálfbær þróun,
Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, standa saman að fundi um ISO 26000, staðal um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Á fundinum verður varpað ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur.
Dagskrá:
1) ISO 26000 í stórum dráttum. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010.
2) Mótun stefnu Marel um samfélagsábyrgð. Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel. Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Þorsteinn Kári segir frá notkun verkfæra á borð við ISO 26000 við mótun stefnunnar.
3) Stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð, og verkefni, í ljósi meginflokka og viðfangsefna ISO 26000. Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun. Jóhanna Harpa mun fjalla sérstaklega um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila.
Húsið opnar kl. 8.00. Léttar morgunveitingar í boði.
Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm