FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í höfuðstöðvum Microsoft á Íslandi í Borgartúni.  Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft fjallaði á hressilegan hátt um hvernig  tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Ragnhildur hóf fyrirlestur sinn á því hvað allir væru uppteknir í að klára verkefni dag frá degi og síðan bíður heimilið og annað og því gleymum við stundum að líta á mikilvæga hluti sem eru að breytast.   Sama hversu öflug og gáfuð við erum þá megum við ekki gleyma að aðlagast. Tæknibyltingin er óumflýjanleg, ætlarðu að vera með eða ekki?.  Ef horft er á mannkynssöguna þá höfum við þróast hægt en stöndum nú á brún þar sem ógnvænleg breyting mun eiga sér stað. Margir vilja ekki horfast í augu við þetta en meira og minna allir eru með öpp og eru að fá upplýsingar um t.d. hve mörg skref við höfum gengið, hvar hundurinn okkar er og búið er að framleiða ísskapa sem vita hvað er til í þeim og geta pantað það sem vantar í þá.  Ragnhildur sýndi stutt myndband:  „What is digital transformation?“.  Könnun PWC frá 2 árum síðan sýnir að það sem er mest aðkallandi í þeirra fyrirtækjum að huga að er að vera í takt við tímann og fylgja stafrænni byltingu.  Tæknin er það sem flestir segja að skipti öllu máli, óháð atvinnugeira.  Allar atvinnugreinar eru að fjárfesta verulega í stafrænni byltingu.  Í dag sætta viðskiptavinir sig ekki við langan biðtíma, ekkert lengra en 2 vikur.  Skýið er jafn óumflýjanlegt og að þessi tæknibylting sé að eiga sér stað.  Með tilkomu skýjalausna mun verða 30% lækkun kostnaðar vegna bættra ferla.  Þúsaldarkynslóðin er alin upp við að vera alltaf tengd tækninni en þetta eru þeir sem eru 35 ára og yngri.  Þau eru alltaf tengd tækninni og tæknideild ekki alltaf búin að samþykkja þá tækni sem þau eru að nota.  Þessir starfsmenn tilheyra 2x fleiri vinnuteymum nú en þeir gerðu fyrir fimm árum.   41% starfsmanna segjast nota smáforrit í símanum sínum til að vinna vinnuna sína.  En hverju þurfa fyrirtæki að huga að?  Hjálpa samvinnu innan fyrirtækja og auðvelda aðgengi gagna.  Gervigreind er að koma inn að fullu.  En hvernig er Microsoft að huga að framtíðinni? Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar á undanförnum 4 árum.  Forstjóri Microsoft er búinn að leiða þá breytingu sem búin er að eiga sér stað.  Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki þá er markmiðið að efla alla.  Hann á son sem er fatlaður og hann vill að allir geti nýtt sér tæknina.  Microsoft er með þá stefnu að ráða a.m.k. 1% allra starfsmanna sem eru fatlaðir.  Til að geta þjónað viðskiptavininum vel þá þurfa starfsmenn að endurspegla viðskiptavininn.  Öll fyrirtæki og stofnanir viða að sér gríðarlegu magni upplýsinga.  Einungis 1% er verið að greina af öllum þessum upplýsingum.  Allar þessar upplýsingar t.d. upplýsingatæknirekstur, viðskiptamenn, starfsmenn, einungis 1% er greint.  Enginn hefur tíma til að greina upplýsingarnar.  Það sem mun skera úr um hverjir muni skora fram úr í framtíðinni eru þeir sem greina gögnin sín.

Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar.  Búið er að skipta niður öllu sem þarf að gera til að ná raunverulegum árangri í stafrænni byltingu.  Það þarf að efla starfsfólk og vera í góðu sambandi við viðskiptavini til að nýta þær upplýsingar til hagsbóta. Það þarf að hagræða í rekstri og það er engin ein leið til að byrja.  Hvað getum við gert fyrir okkar starfsfólk til að þeim gangi betur.  Office 365 er gríðarlega vannýtt.   Flestir eru einungis að nota ritvinnsluna og skjalavinnsluna.  Fæstir að nota skjalavistun og utanumhald, samskipti, netspjall, fundi og greiningu gagna. 

Microsoft setur öryggi og friðhelgi einkalífsins sem forsendu í öllu sem þeir gera.  Microsoft er með gríðarlegan fjölda notenda í skýjalausnum.  Hvað þýðir það?  Að hægt er að greina ákveðin mynstur.   Að lokum tók Ragnhildur dæmi um nokkur fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Microsoft t.d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Íslandsstofu, Meniga, SS og Bláa Lónið.  SS er með frumkvæði í að koma ákveðnum vörum til viðskiptavinarins jafnvel áður en hann biður um það.  Þannig er hagrætt í rekstri og viðskiptavinurinn verður ánægðari.   

Til þess að ná árangri í stafrænni byltingu þá verður starfsfólkið að vera með. Það þarf að fá starfsfólkið til að skilja að þetta er til að auðvelda þeim vinnuna og allir stjórnendur verða að vera með. Ef Office 5 er innleitt þá þarf að skoða hvort verið er að nýta alla lausnina með mælingu.  Fjárfestingar í nýsköpun skila aukinni framleiðni fólks, ef það er fjárfest í þjálfun starfsfólks þá gengur þetta upp.  Það þarf að hjálpa starfsfólki að byrja að nota lausnina.  

Um viðburðinn

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft Ísland leiðir okkur í allan sannleika um það hvernig tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2025

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)

Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:

Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ

Skammtatækni og Dagur jarðar

Skammtatækni og Dagur jarðar

Alþjóða efnahagsráðið gefur reglulega út fréttabréf, Forum Stories sem hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um breytingar sem eru að valda umbreytingum í þróun á tækni og í samfélögum. Nýjasta fréttabréfið er áhugavert og fjallar um skammtatækni og hvernig sprotafyrirtæki eru að hagnýtta sér þá tækni og svo Dag jarðar, sem eru haldinn reglulega á alþjóðavísu 22 apríl en í kjölfar hans er haldinn hinn íslensku Dagur umhverfisins 25 apríl. Njótið fréttabréfsins og hugsanlega gerist áskrifendur!

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?