FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í höfuðstöðvum Microsoft á Íslandi í Borgartúni.  Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft fjallaði á hressilegan hátt um hvernig  tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Ragnhildur hóf fyrirlestur sinn á því hvað allir væru uppteknir í að klára verkefni dag frá degi og síðan bíður heimilið og annað og því gleymum við stundum að líta á mikilvæga hluti sem eru að breytast.   Sama hversu öflug og gáfuð við erum þá megum við ekki gleyma að aðlagast. Tæknibyltingin er óumflýjanleg, ætlarðu að vera með eða ekki?.  Ef horft er á mannkynssöguna þá höfum við þróast hægt en stöndum nú á brún þar sem ógnvænleg breyting mun eiga sér stað. Margir vilja ekki horfast í augu við þetta en meira og minna allir eru með öpp og eru að fá upplýsingar um t.d. hve mörg skref við höfum gengið, hvar hundurinn okkar er og búið er að framleiða ísskapa sem vita hvað er til í þeim og geta pantað það sem vantar í þá.  Ragnhildur sýndi stutt myndband:  „What is digital transformation?“.  Könnun PWC frá 2 árum síðan sýnir að það sem er mest aðkallandi í þeirra fyrirtækjum að huga að er að vera í takt við tímann og fylgja stafrænni byltingu.  Tæknin er það sem flestir segja að skipti öllu máli, óháð atvinnugeira.  Allar atvinnugreinar eru að fjárfesta verulega í stafrænni byltingu.  Í dag sætta viðskiptavinir sig ekki við langan biðtíma, ekkert lengra en 2 vikur.  Skýið er jafn óumflýjanlegt og að þessi tæknibylting sé að eiga sér stað.  Með tilkomu skýjalausna mun verða 30% lækkun kostnaðar vegna bættra ferla.  Þúsaldarkynslóðin er alin upp við að vera alltaf tengd tækninni en þetta eru þeir sem eru 35 ára og yngri.  Þau eru alltaf tengd tækninni og tæknideild ekki alltaf búin að samþykkja þá tækni sem þau eru að nota.  Þessir starfsmenn tilheyra 2x fleiri vinnuteymum nú en þeir gerðu fyrir fimm árum.   41% starfsmanna segjast nota smáforrit í símanum sínum til að vinna vinnuna sína.  En hverju þurfa fyrirtæki að huga að?  Hjálpa samvinnu innan fyrirtækja og auðvelda aðgengi gagna.  Gervigreind er að koma inn að fullu.  En hvernig er Microsoft að huga að framtíðinni? Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar á undanförnum 4 árum.  Forstjóri Microsoft er búinn að leiða þá breytingu sem búin er að eiga sér stað.  Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki þá er markmiðið að efla alla.  Hann á son sem er fatlaður og hann vill að allir geti nýtt sér tæknina.  Microsoft er með þá stefnu að ráða a.m.k. 1% allra starfsmanna sem eru fatlaðir.  Til að geta þjónað viðskiptavininum vel þá þurfa starfsmenn að endurspegla viðskiptavininn.  Öll fyrirtæki og stofnanir viða að sér gríðarlegu magni upplýsinga.  Einungis 1% er verið að greina af öllum þessum upplýsingum.  Allar þessar upplýsingar t.d. upplýsingatæknirekstur, viðskiptamenn, starfsmenn, einungis 1% er greint.  Enginn hefur tíma til að greina upplýsingarnar.  Það sem mun skera úr um hverjir muni skora fram úr í framtíðinni eru þeir sem greina gögnin sín.

Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar.  Búið er að skipta niður öllu sem þarf að gera til að ná raunverulegum árangri í stafrænni byltingu.  Það þarf að efla starfsfólk og vera í góðu sambandi við viðskiptavini til að nýta þær upplýsingar til hagsbóta. Það þarf að hagræða í rekstri og það er engin ein leið til að byrja.  Hvað getum við gert fyrir okkar starfsfólk til að þeim gangi betur.  Office 365 er gríðarlega vannýtt.   Flestir eru einungis að nota ritvinnsluna og skjalavinnsluna.  Fæstir að nota skjalavistun og utanumhald, samskipti, netspjall, fundi og greiningu gagna. 

Microsoft setur öryggi og friðhelgi einkalífsins sem forsendu í öllu sem þeir gera.  Microsoft er með gríðarlegan fjölda notenda í skýjalausnum.  Hvað þýðir það?  Að hægt er að greina ákveðin mynstur.   Að lokum tók Ragnhildur dæmi um nokkur fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Microsoft t.d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Íslandsstofu, Meniga, SS og Bláa Lónið.  SS er með frumkvæði í að koma ákveðnum vörum til viðskiptavinarins jafnvel áður en hann biður um það.  Þannig er hagrætt í rekstri og viðskiptavinurinn verður ánægðari.   

Til þess að ná árangri í stafrænni byltingu þá verður starfsfólkið að vera með. Það þarf að fá starfsfólkið til að skilja að þetta er til að auðvelda þeim vinnuna og allir stjórnendur verða að vera með. Ef Office 5 er innleitt þá þarf að skoða hvort verið er að nýta alla lausnina með mælingu.  Fjárfestingar í nýsköpun skila aukinni framleiðni fólks, ef það er fjárfest í þjálfun starfsfólks þá gengur þetta upp.  Það þarf að hjálpa starfsfólki að byrja að nota lausnina.  

Um viðburðinn

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft Ísland leiðir okkur í allan sannleika um það hvernig tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?