Teams
Mannauðsstjórnun, Heilsueflandi vinnuumhverfi, Góðir stjórnarhættir ,
Click here to join the meeting
Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 24.mars kl.11.30 þar sem við munum velta fyrir okkur tilgangi og áhrifum stimpilklukku á afköst í þekkingarstörfum.Þau Ásdís Kristinsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Gemba, Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel og
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að vera með okkur og ræða þetta málefni frá ýmsum hliðum.
Dagskrá viðburðarins og erindin:
- Ásdís – Hljóðláta byltingin: Vinnutími í sögulegu ljósi
- Ketill – Stimpilklukkur og baðvogir – um árangur og vellíðan hjá Marel
- Sólrún – Hvað kom til að stimpilklukkan var afnumin hjá OR – kostir og gallar
Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands, mun stýra viðburðinum sem verður á fjarfundi.