Aðalfundur faghóps Þjónustu- og Markaðsstjórnunar

Stjórn faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann.

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi og bjóða sig fram í stjórn faghóps, vinsamlegast sendið tölvupóst á rannveig@icepharma.is til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá fundar:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning formanns og stjórnar
  4. Næsta starfsár faghópsins
  5. Önnur mál

Aðalfundur og erindið "Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana"

Click here to join the meeting
Stjórn faghóps um framtíðarfræði býður upp á áhugavert erindi sem Árelía Eydís Guðmundsdóttir, fyrirlesari og dósent hjá Háskóla Íslands heldur við upphaf aðalfundar fyrir starfsárið 2021-2022. 

Árelía nefnir erindið sitt: Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að skapa hana.

Peter Drucker einn helsti stjórnenda hugsuður tuttugustu aldar sagði þessi fleygu orð. Hann kom fyrstur fram með hugmyndir um þekkingarstarfsmenn, þekkingarstjórnun jafningjastjórnun og átti drúgan hluta í hugmyndum um leiðtoga og breytingastjórnun. Líf hans einkenndist af stöðugum breytingum og þekkingarleit. Um leið og við tökumst á við óvissa tíma, afleiðingar heimsfaraldurs og breytt landslag í kjölfar hans, eru bæði tækifæri og ógnanir sem blasa við á íslenskum vinnumarkaði. Í þessum örfyrirlestri er fjallað um helstu áskoranir, og tækifæri stjórnenda í dag og hvernig þeir geta skapað breytta framtíð.

Eftir erindinu verða umræður en síðan verður á dagskrá tilnefningar í stjórn faghópsins og tillögur að umbótum.

Vefslóð fundarins er: 

Click here to join the meeting

 

FUNDI FRESTAÐ: Post-pandemic, what is the blueprint for successful agile leadership in our new hybrid normal?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er þessum viðburði frestað. 

Just over one year on from start of the global pandemic, what are the lessons learned for agile professionals? This presentation takes a critical look at the practice of agile project management; its pre-pandemic strengths and weaknesses, and the blueprint for Agile 4.0 which is emerging as we enter a new hybrid team and organisational reality. How far will distance be an enabler and disabler for agile performance? What will hybrid leadership look and feel like in practice?

In this presentation, Bob Dignen, an international leadership coach, and Jaroslaw Walaszek, Head of IT at Ringier Axel Springer in Poland, go head to head to explore the lessons we need to learn from the pandemic experience and the opportunities for both leadership and agile practice to evolve to meet the demands of a hybrid future.

Bob Dignen, international leadership coach, International Leadership Performance (UK)

Jaroslaw Walaszek, Head of IT, Ringier Axel Springer (Poland)

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti

Stjórn faghóps um góða stjórnarhætti boðar til (rafræns) aðalfundar á Teams.

Hægt er að tengjast fundinum hér

Hin ýmsu málefni verða rædd, farið yfir starfið og það rætt. 

Dagskrá fundar: 

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kjör formanns og stjórnar
  4. Næsta starfsár rætt
  5. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Jón Gunnar Borgþórsson, formann stjórnar faghópsins, í gegnum jonbo@mid.is eða í síma 897 9840.

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2021-2022

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2021-2022.
Markmið vinnufundarins er að kynnast og stilla saman strengi fyrir næsta starfsár. 

Búið er að stofna nokkur skjöl undir "stjórn Stjórnvísi" á Teams sem allir stjórnarmenn eru hvattir til að lesa vel yfir og setja inn hugmyndir og tillögur að breytingum fyrir umræður á vinnufundi.  Gott er að velta fyrir sér helstu tækifærum og áskorunum í starfi félagsins, hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara. 

Dagskrá fundar: 

  1. Samskiptasáttmáli
  2. Yfirferð á hlutverki, framtíðarsýn, gildum, meginmarkmiðumlögum og siðareglum.  
  3. Farið yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams og allir skrá sig í hópinn Stjórn Stjórnvísi til að fá aðgang að mælaborði.
  4. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.  
  5. Reglubundin verkefni stjórnar - tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.  
  6. Hugmyndir að Haustráðstefnunni og Stjórnunarverðlaunum.   
  7. Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.  Fyrsti þriðjudagur í mánuði kl. 11:00-12:00
  8. Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs. 
  9. Áætlun og lykilmælikvarðar  (meginmarkmið)
  10. Áhersluverkefni stjórnar.  
  11. Hópefli stjórnar – árlegur viðburður.  

Undirbúningur og framkvæmd atvikarannsókna

Click here to join the meeting
Brynjar Hallmannsson, framkvæmdastóri Öryggi- Heilsu- og Umhverfismála í Oyu Tolgoi verkefni Rio Tinto í Mongoliu, fer yfir undirbúning og framkvæmd atvikarannsókna.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og er búið að setja inn hlekk á fundinn.  
Fyrst mun Brynjar kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

 

Kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar verður til

Click here to join the meeting
Viðskipti með kolefniseiningar eru enn sem komið er umfangslítil í íslensku hagkerfi en ör vöxtur er fyrirsjáanlegur á þessum markaði. Það er því nauðsynlegt að tryggja að íslenskar kolefniseiningar standist alþjóðlegar gæðakröfur og byggi á viðurkenndri aðferðafræði þar sem stuðst er við staðlaðar mælingar og sammælt viðmið. Virði kerfis um ábyrga kolefnisjöfnun felst í innlendum fjárfestingarmöguleikum og traustum markaði með kolefniseiningar þannig að íslenskir aðilar sem nú kaupa vottaðar einingar erlendis til jöfnunar hafi möguleika á því að fjárfesta í íslenskum innviðum. Möguleg sala á kolefniseiningum til erlendra aðila styður einnig við íslensk náttúruverndarverkefni og markmið Íslands um samdrátt og kolefnishlutleysi og því felast möguleikar til nýsköpunar hér á landi. 

Á þessum viðburði fáum við að heyra hvað kom út úr vinnu þeirra u.þ.b. 50 aðila sem tóku þátt í vinnustofu um ábyrga kolefnisjöfnun sem Loftslagsráð og Staðlaráð stóðu fyrir, í hvaða farveg þessi mál eru komin og hvað gerist næst. Vinnustofusamþykktin liggur fyrir og stofnuð hefur verið tækninefnd um næstu skref. 

Þau sem taka þátt eru: 

  • Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráði, mun segja frá tilgangi með vinnustofunni og aðferðafræðinni við framkvæmd hennar
  • Guðmundur Sigbergsson hjá iCert er formaður tækninefndarinnar og mun segja frá hvaða vinna er framundan
  • Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, starfar einnig fyrir Kolvið, mun lýsa hvernig sú vinna sem er í gangi snertir starfsumhverfi Kolviðs 

Í umræðum verður farið nánar ofan í saumana á tækifærum sem felast í kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og gefst þátttakendum tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum og bera upp spurningar til frummælenda.  Guðný Káradóttir hjá Loftslagsráði stýrir umræðum á fundinum. 

 

 

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins verður afhent í beinu streymi 8. júní kl.12:00

Smellið hér til að tengjast streyminu.
Viður­kenn­ing fyrir Samfélagsskýrslu ársins verður afhent við hátíð­lega athöfn 8.júní nk. í beinu streymi.
Dagskrá:

  • Fund­ar­stjóri: Kon­ráð S. Guð­jóns­son, að­stoð­ar­fram­kvæmd­ar­stjóri Við­skipta­ráðs Ís­lands
  • Keynote er­indi: Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Festu
  • Pall­borð­sum­ræðu­stýra: Ír­is Björns­dótt­ir, Head of Bus­iness Develop­ment & Supp­ort hjá Nas­daq Ís­land
    • Þátt­tak­end­ur í panel: dóm­nefnd og við­ur­kenn­ing­ar­haf­ar árs­ins
  • Af­hend­ing hvatn­ing­ar­verð­laun­anna Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins: Tóm­as N. Möller, formað­ur dóm­nefnd­ar

Í ár hlutu 24 skýrslur tilnefningu en í heildina bárust 28 tilnefningar. Festa, Viðskiptaráð Íslands og Stjórnvísi standa saman að viðurkenningarhátíðinni.  

Við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins hlýt­ur fyr­ir­tæki eða stofn­un sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð sína með mark­viss­um og vönd­uð­um hætti. Skýrsl­an get­ur ver­ið í formi vef­síðu, ra­f­ræns skjals eða öðr­um hætti sem hent­ar þeim sem hún á er­indi við, s.s. fjár­fest­um, við­skipta­vin­um, sam­starfs­að­il­um, yf­ir­völd­um og/eða al­menn­ingi. Op­ið var fyr­ir til­nefn­ing­ar frá 3.maí – 24.maí 2021. 

Sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja skipt­ir sam­fé­lag­ið sem og fyr­ir­tæk­in sjálf sí­fellt meira máli. Skýr stefna, fram­kvæmd og upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja varð­ar leið að far­sæl­um rekstri.  

Í dóm­nefnd árs­ins sitja:

  • Tóm­as N. Möller, yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og formað­ur Festu
  • Hulda Stein­gríms­dótt­ir , um­hverf­is­stjóri Land­spít­al­ans
  • Dr. Kjart­an Sig­urðs­son, lektor við Há­skól­ann í Twente í Hollandi

Þetta er í fjórða sinn sem sem viðurkenningin er veitt . Við­ur­kenn­ing­una hafa áð­ur hlot­ið:

Lands­bank­inn 2018,  Isa­via 2019 og Krón­an 2020

Prufufundur v/NPS skors

Skoða nýtt NPS skor

Á rökstólum um langlífi - Viðburður á morgun

Með stuttum fyrirvara viljum við vekja athygli á viðburði sem verður á morgun um langlífi, en innan framtíðarfræða er stórhópur fræðimanna sem leggja stund á rannsóknir á þessu sviði, langlífi mannsins og áhrif þess.

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_6ellS_fERCG2dqIBYoLnDg

Frekari upplýsingar um viðburðinn er á þessari slóð: 

https://www.longevity.international/launch-event

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?