Click here to join the meeting
Viðskipti með kolefniseiningar eru enn sem komið er umfangslítil í íslensku hagkerfi en ör vöxtur er fyrirsjáanlegur á þessum markaði. Það er því nauðsynlegt að tryggja að íslenskar kolefniseiningar standist alþjóðlegar gæðakröfur og byggi á viðurkenndri aðferðafræði þar sem stuðst er við staðlaðar mælingar og sammælt viðmið. Virði kerfis um ábyrga kolefnisjöfnun felst í innlendum fjárfestingarmöguleikum og traustum markaði með kolefniseiningar þannig að íslenskir aðilar sem nú kaupa vottaðar einingar erlendis til jöfnunar hafi möguleika á því að fjárfesta í íslenskum innviðum. Möguleg sala á kolefniseiningum til erlendra aðila styður einnig við íslensk náttúruverndarverkefni og markmið Íslands um samdrátt og kolefnishlutleysi og því felast möguleikar til nýsköpunar hér á landi.
Á þessum viðburði fáum við að heyra hvað kom út úr vinnu þeirra u.þ.b. 50 aðila sem tóku þátt í vinnustofu um ábyrga kolefnisjöfnun sem Loftslagsráð og Staðlaráð stóðu fyrir, í hvaða farveg þessi mál eru komin og hvað gerist næst. Vinnustofusamþykktin liggur fyrir og stofnuð hefur verið tækninefnd um næstu skref.
Þau sem taka þátt eru:
- Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráði, mun segja frá tilgangi með vinnustofunni og aðferðafræðinni við framkvæmd hennar
- Guðmundur Sigbergsson hjá iCert er formaður tækninefndarinnar og mun segja frá hvaða vinna er framundan
- Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, starfar einnig fyrir Kolvið, mun lýsa hvernig sú vinna sem er í gangi snertir starfsumhverfi Kolviðs
Í umræðum verður farið nánar ofan í saumana á tækifærum sem felast í kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og gefst þátttakendum tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum og bera upp spurningar til frummælenda. Guðný Káradóttir hjá Loftslagsráði stýrir umræðum á fundinum.