Arion banki Borgartún 19
Öryggisstjórnun, Sjálfbær þróun,
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Samkvæmt nýlegri greiningu Umhverfisstofnunar bendir allt til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.
Á fundi hópanna samfélagsleg ábyrgð og umhverfi og öryggi 7. desember nk. verður farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala:
Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallar um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans, fjallar um framkvæmd verkefnisins og þann árangur sem náðst hefur.
Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala fjallar um matarsóun, verkefni sem unnin hafa verið og þau sem eru í farvatninu.
Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.