Velferðarráðuneytið, Tryggvagötu, 101 Reykja Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan,
Staðsetning Velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsið Tryggvagötu
Fyrirlesari: Pétur Berg Matthíasson sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Umfjöllunarefni: Farið verður yfir uppbygginu CAF líkansins og hvernig það nýtist sem tæki til að greina hvar umbóta sé þörf og þannig leggja grunn að markvissum umbótum á vinnustöðum. Einnig verður fjallað um það helsta sem er að gerast í CAF málum í Evrópu.
CAF sjálfsmatslíkanið er aðferð sem nýst hefur ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum við að ná bættum árangri í stjórnun og rekstri. CAF er verkfæri sem er auðvelt í notkun og getur aðstoðað opinbera aðila við að nýta aðferðir gæðastjórnunar í því skyni að bæta árangur. Með CAF er látinn í té rammi að sjálfsmati sem hugmyndafræðilega er líkur öðrum þekktum líkönum úr altækri gæðastjórnun (TQM), sérstaklega árangurslíkani EFQM, en CAF er sérstaklega sniðið að þörfum opinberra stofnana, þar sem tekið er tillit til hversu ólíkar þær geta verið. CAF aðferðafræðin er ætluð til að aðstoða við að hámarka skilvirkni í rekstri og bæta arðsemi, auka tryggð starfsmanna og byggja upp árangursdrifinn teymisanda.