Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum - en á virkilega erindi til allra stjórnenda og áhugafólks um stjórnun
Fundarefni
Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.
Framsögumaður
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ mun halda fyrirlestur um áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.
Samskiptafærni heilbrigðisstarfsfólks er mjög mikilvæg, sér í lagi við forvarnir eða lífsháttarbreytingar hjá skjólstæðingum.
Umfangsmiklar auglýsingaherferðir hafa sýnt sig vera góðar sem vitundarvakning en árangur þeirra er hjóm eitt til samanburðar við persónuleg tengsl stuðning og eftirfylgni. Áhugahvetjandi samtalstækni er ein þeirra aðferða sem skilar góðum árangri þegar skjólstæðingar þurfa að breyta lifnaðarháttum sínum.
Fundarstaður
Stofu 321-B í Eirbergi, húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH oggeðdeildarinnar. Stofa 321- B er á 3ju hæð innst í ganginum.