Endurnýjun í stjórn faghóps um viðskiptagreind
Faghópur um viðskiptagreind var stofnaður vorið 2009 og hefur frá þeim tíma staðið fyrir viðburðum sem hafa verið hverjum öðrum betri. Endurnýjun hefur nú átt sér stað í stjórn hópsins.
Nýja stjórn skipa:
Kristinn Þór Sigurjónsson - Seðlabanki Íslands (formaður)
Hinrik Jósafat Atlason - Advania
Sigurður Jónsson - Staki
Hafinn er undirbúningur að dagskrá næsta árs og allar tillögur vel þegnar. Til þess að vinnuálag verði ekki óþarflega mikið á stjórnina væri æskilegt að fá fleiri áhugasama meðlimi til viðbótar í hana. Því er óskað eftir áhugasömum einstaklingum að bjóða sig fram.
Tillögur að fundarefnum og óskir um að koma til liðs við stjórnina sendist á formann hópsins með tölvupóst á kristinn@kristinn.eu eða með því að hafa samband við einhvern af stjórnarmmönnum.