Viðburður um virði starfa var haldinn í Opna Háskólanum í morgun og var mikill áhugi fyrir fundinum því fullt var út úr dyrum. Það voru faghópar um mannauðsstjórnun og jafnlaunastjórnun sem stóðu fyrir fundinum. Markmið viðburðarins var að kynnast aðferðum við að meta störf skipulagsheilda og auðkenna jafnverðmæt störf. Fyrirlesarar voru Lúvísa Sigurðardóttir, verkefnastjóri jafnlaunakerfis hjá Landspítalanum, Auður Lilja og Rósa Björk ráðgjafar á verkefnastofu starfsmats og Katrín Ólafsdóttir - dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Lúvísa fjallaði um flækjustig vinnustaða og þær aðferðir sem Landspítalinn notar til að meta saman jafnverðmæt störf og það flækjustig sem myndast þegar jafnlaunastaðall er innleiddur á fjölbreyttan vinnustað. Auður Lilja Erlingsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir kynntu aðferðafræði við mat á störfum hjá sveitarfélögum á landsvísu, starfmatskerfið sjálft og ræða kosti þess og galla. Katrín fjallaði í erindi sínu um áhrif vinnumarkaðs á laun og virði starfa út frá þeim markaðsáhrifum.