Háskólinn í Reykjavík stofa M-215 Nauthólsvík, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Leiðtogafærni,
Click here to join the meeting
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík stofa M-215 og einnig verður honum streymt á Teams fyrir landsbyggðina.
Click here to join the meeting
„Í samtölum mínum við áhrifamikla leiðtoga um allan heim heyri ég oft svarið við spurningu minni, hver er tilgangur verka þinna?“ Segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á norðurslóðum. „Svörin eru oft: Hér vil ég að fólk upplifi gleðina, skapi eitthvað stærra en það sjálft, á þessum vinnustað vil ég sjá fólk vaxa, eða svör eins og: ég vil kenna fólki að vinna og sjá dyggðina í verkum sínum“. Á þessu stefnumóti stjórnenda mun Guðrún Högnadóttir leiða samtal við félagsmenn Stjórnvísi um með hvaða hætti þau geta hvatt sitt fólk til góðra verka og vaxtar og kynnt til leiks magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.