Verkefnastjórnun í fyrstu skrefum frumkvöðla

Í morgun hélt faghópur um verkefnastjórnun fund í HR í samstarfi við MPM námið.  Fyrirlesarinn var Svava Björk Ólafsdóttir frá Icelandic Startups sem er verkefnadrifið fyrirtæki sem fóstrar grasrót íslenskra frumkvöðla. Meginhlutverk fyrirtækisins er að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað auk þess sem það tengir frumkvöðla og sprotafyrirtæki við leiðandi sérfræðinga, fjárfesta og alþjóðleg sprotasamfélög. 

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Hún sagði frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað.  Svava Björk er ferðamálafræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu við HR árið 2015. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá árinu 2014 og hefur meðal annars verkefnastýrt Gullegginu og Startup Tourism. Svava er formaður MPM-alumni félagsins.

Svava Björk hóf erindi sitt á að segja frá Icelandic Startups.  Forsaga þess er að Klak og Innovit sameinuðust og er Icelandic Startups í eigu HR, HÍ, SI, Nýsköpunarsjóðs og Origo.  Með aðstoð fyrirtækja í atvinnulífinu býður Icelandic Startups frumkvöðlum að koma viðskiptahugmyndum í framkvæmd með skjótvirkum hætti.  Einnig er markmið að tengja frumkvöðla við hvorn annan og við fjárfesta.  Allt er mjög verkefnadrifið. Icelandic Startups er með Gulleggið þar sem 10 aðilar keppa um peningaverðlaun, Startup Tourism, Startup Reykjavík og Investors on the Rocks. 

En hverjar eru áskoranir frumkvöðla:  Skúffuhugmyndir, tala ekki um hugmyndina, hræðsla við að mistakast, hræðsla við að vera berskjaldaður og dæmdur, hugsa ekki nægilega stórt og ekki vilji til að stofna teymi og deila hugmyndinni/vinnunni.  En hvað gerist á ferðalaginu. 1.Þú verður var við vandamál eða þörf sem ekki er verið að uppfylla 2. Hverjir eiga þetta vandamál? 3. Staðfesting á að þú ert með vöru 4. Þú býrð til MVP eða frumgerð 5. Prófar og færð endurgjöf 6. Heldur áfram að prófa 7. Færð inn fyrstu viðskiptavinina 8. Mótar viðskiptamódelið 9. Byggir upp viðskiptahóp 10. Þróar lokaafurð. 

Einkenni þessarar vegferðar er að verið er að nota endurgjöf frá viðskiptavini á meðan þú ert að þróa.  Leit að viðskiptamódeli er það sem öll startup fyrirtæki eiga sameiginlegt.  Hvernig ætlum við að gera þetta?  Þegar búið er að ákveða viðskiptamódel þá er fyrirtækið ekki lengur startup.  Þetta ferli frá því þú byrjar og þar til þú hefur rekstur er eins og verkefni þess vegna passa tól verkefnastjórnunar einkar vel við.  

En af hverju ná svo fá Startup árangri?  Fyrst og fremst er það teymið, þ.e. A hugmynd en B teymi.  Önnur ástæða er að 42% falla vegna þess að það er ekki þörf fyrir vöruna, 29% fá ekki fjárfestingu 23% eru ekki með rétta teymið og 19% deyja út af samkeppni.  Áskoranir frumvöðla er í rauninni að það vantar alltaf fjármagn.  Staðfesting felst svo mikið í að það séu viðskiptavinir að prófa vöruna.  Markaðsgreining er gríðarlega mikilvæg þ.e. eru til viðskiptavinir fyrir hugmyndina.  Teymið er það allra mikilvægasta.  Tengslanet er líka mjög gott á Íslandi og auðvelt að tala við reynslumikið fólk. 

Svava fór yfir áskoranir frumkvöðla á fyrstu skrefunum, hvernig geta tól og tæki verkefnastjórnunar komið til bjargar?  Stöðugreining:  greining á vandamáli/þörf og greining á núverandi markaði.  Samtal við þann sem á vandamálið/endurgjöf viðskiptavina.  Það er gríðarlega mikilvægt að vera viss um að fyrirtæki vilji kaupa lausnina þína.  Hver er staðan í dag?  Hvert er vandamálið eða þörfin? Hvað ætlar teymið að gera til að leysa vandamálið?  En stundum er umfang hugmyndar ekki nægileg vel skilgreint.  Hver er varan okkar?  Hvað erum við að búa til?  Hvað erum við ekki að fara að búa til?  Oft setja frumkvöðlar sér ekki nægilega skýr markmið.  Sem frumkvöðull hvað ertu að búa til, hvernig og hvers vegna (Simon Sinek: How great leaders inspire action /TED Talk/Ted.com.) Hver er draumur stofnenda?  Gott er að stofnendur úrskýri hver fyrir sig hver er þeirra draumur til þess að allir séu með sömu sýn.  OKR´s (objectives and key results) markmið og árangurs mælikvarðar.  Þegar búið er að setja sér markmið eru settir árangursmælikvarðar.  Allir verða að setja sér t.d. hjá Google mælanleg markmið sem eru krefjandi.  Síðan tengist þetta allt.  Hvað erum við að fara að gera og hvernig.  En þá er það teymið.  Hvernig eru samskipti teymisins?  Mikilvægt er að taka stöðufundi reglulega. Ákveða þarf hvar á að tala saman, er það á Slack eða Facebook?  Verkefnaskipting er líka mikilvæg.  Mikilvægt er líka að gera áhættugreiningu.  Teymið er yfirleitt stærsti áhættuþátturinn. Skoða líka hvað getur farið úrskeiðis?  Ósætti?  Hverjar eru afleiðingarnar?

Trello býður upp á ótrúlega marga möguleika. Mjög mikilvægt er að geta kynnt vöruna sína, eiga góð mannleg samskipti og læra að „pitcha“  mikilvægt er að vera einlægur og sannur.    

 

Um viðburðinn

Verkefnastjórnun í fyrstu skrefum frumkvöðla

Icelandic Startups er verkefnadrifið fyrirtæki sem fóstrar grasrót íslenskra frumkvöðla. Meginhlutverk fyrirtækisins er að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað auk þess sem það tengir frumkvöðla og sprotafyrirtæki við leiðandi sérfræðinga, fjárfesta og alþjóðleg sprotasamfélög.

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Hún ætlar að segja frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Svava Björk er ferðamálafræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu við HR árið 2015. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá árinu 2014 og hefur meðal annars verkefnastýrt Gullegginu og Startup Tourism. Svava er formaður MPM-alumni félagsins.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Fundarstjóri er Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Aðgangur er öllum opinn og er gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?