Ármúli 13, 108 Reykjavík Ármúli, 108 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
Ný útgáfa af ISO 27001 staðli um stjórnkerfi upplýsingaöryggis er nýkominn út. Þar eru áherslubreytingar sem geta haft áhrif á þitt stjórnkerfi. Ráðgjafar Capacent munu fara yfir helstu breytingar á staðlinum og hvað þær geta þýtt fyrir þig.
Skilvirkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjálpar þér að tengja saman helstu þætti er varða upplýsinga- og rekstaröryggi á hagkvæman máta. Í rekstri fyrirtækja getur þetta verið flókið viðfangsefni en sífellt meiri áhersla er lögð á markvissa og skilvirka nálgun við stjórnun. Margt er að varast, stefnan þarf að vera skýr og stjórnkerfi fellt að rekstri fyrirtækisins.
Framsögumenn:
Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capacent
Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi
Ólafur starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingatækni hjá Capacent, og hefur starfað að þeim málum í langan tíma. Ólafur er kerfisfræðingur og er Lead Auditor í ISO/IEC 27001 og Certified Information Systems Auditor frá ISACA. Ólafur hefur einnig fjölmargar gráður frá Microsoft.
Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafi
Jón Kristinn starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingatækni hjá Capacent. Hann er sérfræðingur í upplýsingaöryggi, og hefur auk þess skrifað greinar og haldið fyrirlestra um net- og upplýsingaöryggi.