Hringhella 6, Hafnarfirði Hringhella, Hafnarfjörður, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Gámaþjónustan hf. býður félögum Stjórnvísi að hlýða á kynningu á meistaraverkefni og umhverfisstjórnunarkerfi Gámaþjónustunnar. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina.
Fyrirlesarar eru eftirfarandi;
Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, verkefnastjóri Gámaþjónustunnar, kynnir niðurstöður meistaraverkefnis í iðnaðarverkfræði sem hún vann við Háskóla Íslands árið 2012. Meginviðfangsefni verkefnisins var þríþætt sem felst í að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
a) Hvað verður til þess að fyrirtæki ákveða að hefja innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi?
b) Hvaða hindrunum mæta fyrirtæki í innleiðingarferlinu?
c) Hvaða ávinningi hefur umhverfisstjórnunarkerfi skilað fyrirtækjunum?
Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gámaþjónustunnar, mun kynna starfsemi Gámaþjónustunnar ásamt ferli innleiðingar á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins sem uppfyllir staðalinn ISO 14001.