Kauptúni 6, 210 Garðabær Kauptún, Garðabær, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
Umhverfismál Toyota á Íslandi
Fyrirlesari: Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi.
Fyrirtækið Toyota á Íslandi fékk ISO14001 umhverfisvottun í júní 2007.
Farið verður yfir innleiðingu staðalsins og sagt einnig frá því hvernig stjórnendur fengu starfsfólk í lið með sér.
Einnig verður farið yfir hvernig vottun og umhverfismálum er haldið gangandi í fyrirtækinu.
Farið verður yfir skrif gæðahandbókar, störf umhverfis-og öryggistengiliða, hvernig innri úttektir eru framkvæmdar o.s.frv.
Í lok fundar verða opnar umræður.