Landsvirkju, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík Háaleitisbraut, Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan,
Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?
Gæðastjórnunarhópur og CAF / EFQM hópur Stjórnvísi standa fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi um Íslensku gæðaverðlaunin þriðjudaginn 31. janúar nk. frá kl. 08:30 - 10:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Landsvirkjunar og er yfirskrift fundarins: Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?
Fjallað verður um CAF og EFQM sjálfsmatslíkönin, Íslensku gæðaverðlaunin og ávinning af því að hljóta slíka viðurkenningu. Þá verður rætt um gildi þess að Íslensku gæðaverðlaununum verði aftur komið á. Fyrirlesarar koma frá velferðarráðuneytinu, Landsvirkjun og Tryggingastofnun.
Dagskrá:
08:30 Íslensku gæðaverðlaunin - lærir sem lifir. Þór G. Þórarinsson,
sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu hjá Velferðarráðuneytinu.
08:45 CAF/EFQM matslíkön - kynning. Sigurjón Þór Árnason, gæða- og
öryggisstjóri hjá Tryggingastofnun.
09:05 Íslensku gæðaverðlaunin - Ávinningur frá sjónarhóli
viðurkenningarhafa. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri hjá
Landsvirkjun.
09:30 Umræður „Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?“
10:00 Fundarlok
Fundarstjóri: Linda Rut Benediktsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og gæðamála hjá Tollstjóra.