Mannauðsstjórnun, ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
https://us02web.zoom.us/j/6907321950
Andrés mun í fyrirlestri sínum fjalla um hvernig eigi að vekja athygli þeirra sem eru að leita að starfsfólki nú þegar aðstæður í efnahagslífinu valda því að fleiri eru um hvert starf sem losnar. Þá mun hann fjalla um hvernig megi nota þennan tíma til að efla sig og bæta hæfni sína, hvernig eigi að nálgast ráðningarferli og hvað sé gott að hafa í huga varðandi prófílinn þinn á Linkedin. Boðið verður upp á spurningar í lok fyrirlestursins.
Andrés er eigandi Góðra samskipta sem er sérhæft ráðgjafafyrirtæki á sviði almannatengsla, stjórnendaleitar og stefnumótunar. Í sumar var sérstök ráðningardeild sett á laggirnar innan Góðra samskipta og hefur starfsmannafjöldi fyrirtækisins í kjölfarið þrefaldast úr tveimur í sex starfsmenn. Hjá Góðum samskiptum er fylgst vel með efnilegum stjórnendum en fyrirtækið býður ráðgjöf sem byggir á stjórnendastuðningi og stjórnendaþjálfun jöfnum höndum. Góð samskipti hafa vakið athygli fyrir val sitt á svokölluðum 40/40 lista, en á honum eru stjörnur og vonarstjörnur í viðskiptalífinu, fjörutíu ára og yngri. Góð samskipti hafa farið með yfir 100 æðstu stjórnendur á Íslandi í gegnum krísu- og fjölmiðlaþjálfun á síðustu 5 árum. Fyrirtækið vill vinna með stjórnendum sem aðhyllast árangursmenningu og nálgast starfsferilinn eins og afreksfólk í íþróttum. Þá hefur fyrirtækið einsett sér að verða sérstakur bandamaður kvenna og ungs fólks á vinnumarkaði.