Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnarnesi Eiðistorg, Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun ,
Sæl verið þið öll,
Nú hafa 37 aðilar skráð sig í faghópinn og er það mjög ánægjulegt. Fyrsti fundur faghópsins verður haldinn fimmtudaginn, 15. maí 2014, kl. 17-19. Fundurinn verður staðsettur í Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð (gengið upp beint á móti Bókasafninu), í húsnæði Stjórnvísis.
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og þar með undirbúa fundi og viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn, 5 til 7 manna stjórn.
Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://stjornvisi.is/hopur/kostnadarstjornun-og-kostnadargreining
Dagskrá:
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um „Beyond Cost Analysis“- Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
5 Fastsetja næsta fund.
6 Önnur mál.