Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi 8. maí kl.18:00 (lokaður fundur)

Miðvikudaginn 8.maí kl.18:00 verður stjórnarskiptafundur Stjórnvísi og er formönnum allra faghópa, fagráði og skoðunarmönnum félagsins boðið.

Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur.

Miðvikudaginn 8.maí kl.18:00 verður stjórnarskiptafundur Stjórnvísi og er formönnum allra faghópa, fagráði og skoðunarmönnum félagsins boðið.

Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur.

Það væri gott að fá staðfestingu sem fyrst hvort þið komist.  

Fundurinn verður haldinn á veitingarstaðnum Kol Restaurant þar sem við verðum algjörlega út af fyrir okkur, gleðjumst og borðum saman góðan mat.

Hlakka til að heyra frá ykkur og endilega látið vita á info@kolrestaurant.is ef þið hafið sérþarfir varðandi mat.
Með kærri kveðju frá stjórn Stjórnvísi

Gunnhildur

Matseðill:

NAUTA TATAKI
Fjagra pipar gljáð nautalund, granateplasalsa, kóríander, jalapeno, lime, kartöflustrá

ÁVEXTIR HAFSINS
Ceviche, laxa sashimi, túnfiskur og vatnsmelóna, tígrisrækju taco, torpedo tígrisrækjur

RISOTTO & ÖND
Steiktir villisveppir, sveppamauk, vorlaukur, sítróna, steinselja, jarðskokkar, Parmesan
NAUTALUND 100g
Sellerírótar- og heslihnetumulningur, trufflumajó, sýrður skarlottulaukur,
djúpsteikt kataifi, vanillu kryddaður nautagljái

OSTAKAKA & BROWNIE
Hvítsúkkulaði- lakkrís ostakaka, ástaraldin- og kókosís, bakað hvítt súkkulaði,
Heslihnetu gelato, karamella, karmellaður banani, hindberja coulise

Veitingastaðurinn Kol opnaði í febrúar 2014 og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur frá fyrsta degi. Að Kol standa reynslumiklir menn í veitingarbransanum. Eldhúsinu á Kol stjórnar Sævar Lárusson. Hann hefur unnið á mörgum vinsælustu og flottustu veitingastöðum landsins. Barnum og salnum á Kol stjórnar Arnór Haukur Diego en hann hefur verið viðloðandi KOL frá upphafi og þekkir hjarta og sál KOL eins og handabakið á sjálfum sér. 

Í eldhúsinu á Kol bindum við okkur ekki við neina staka matreiðslustefnu. Við sækjum innblástur úr öllum heimshornum og einbeitum okkur að því að matreiða hágæða hráefni á sem girnilegastan máta.

Á matseðlinum kennir ýmissa grasa, á boðstólnum er gott úrval fjölbreyttra forrétta úr ýmsum áttum. Í aðalrétt eru hinar ýmsu steikur kolagrillaðar í kolaofni og einnig er boðið upp á úrval fiskrétta og ekki má gleyma eftirréttunum.

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Notið eftirfarandi vefslóð: 

Join the meeting now

 Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Lífshlaupið

Um hvað snýst Lífshlaupið? Hvernig hefur gengið hjá vinnustöðum að taka þátt?

Nánari upplýsingar síðar. 

Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Lýsing: Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum.

Við leitumst við að svara spurningunni um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Nánari lýsing síðar

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Andleg og líkamleg heilsa starfsfólks

Hvernig geta vinnustaðir tryggt sveigjanleika til að hlúa að heilsu starfsfólksins?

Nánari upplýsingar síðar. 

Hugljúfur febrúar

Lýsing kemur.

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“


"Innsýn inn í hvernig gervigreind getur stuðlað að dýpri árangri í leiðtogahlutverkinu og stuðningi markþjálfa."


Í breyttum heimi þar sem hraði, aðlögunarhæfni og dýpri tengsl eru lykilatriði, verða markþjálfar sífellt mikilvægari í að styðja stjórnendur til árangurs. En hvernig nýtum við nýja tækni eins og gervigreind til að efla sjálfsþekkingu, bæta samskipti og styðja við sjálfbærni í leiðtogahlutverkinu?

Á þessum 30-45 mínútna fyrirlestri munum við kafa í:

  • Leiðtogahlutverkið og sjálfsþekkingu: Hvernig gervigreind getur orðið spegill sem hjálpar stjórnendum að greina styrkleika sína, blinda bletti og samskiptadýnamík.
  • Markþjálfun í nýju ljósi: Hvernig markþjálfar geta nýtt tæknina til að skapa dýpri samtöl, persónulegri nálgun og meiri áhrif í vinnu með skjólstæðingum sínum.
  • Reynslusögur í verki: Innsýn í hvernig stjórnendur og teymi hafa upplifað áþreifanlegan ávinning með nýstárlegri nálgun sem byggir á AI.

Fyrirlesturinn veitir markþjálfum hugmyndir og innblástur um hvernig þeir geta mætt þörfum stjórnenda á nýjan hátt, með áherslu á persónulegar lausnir sem styrkja bæði leiðtogastíl og teymisanda. Þetta er ekki tæknifyrirlestur – þetta er ferðalag inn í framtíð markþjálfunar þar sem mannúð og tækni vinna saman.

Komdu og fáðu innsýn í hvernig AI getur breytt sjónarhorni þínu sem markþjálfi og skapað tækifæri til að leiða skjólstæðinga þína í átt að bjartari og sjálfbærari framtíð.

Linkur á TEAMS

Eldri viðburðir

Hvað er framundan 2025 og horfum lengra?

Félagar okkar í London Futurist standa fyrir netviðburði laugardaginn 21 desember. Áhugaverð dagsskrá og áhugaverðar umræður um ólíkar framtíðir fyrir samfélög, á alþjóðavísu, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ef þið hafið áhuga þá farið þið inn á vefslóðina Visions for 2025 and beyond, Sat, Dec 21, 2024, 4:00 PM | Meetup og skráið ykkur til þátttöku. Skráning er nauðsynleg. Frekari upplýsingar eru að finna á framangreindri vefslóð.

Snjöll verkstjórnunarkerfi

Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu

Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system).  Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly. 

Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar,  úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.

Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Viðburður: Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Á fundinum verður fjallað um mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og praktísk atriði sem því fylgja. Við fáum til okkar fulltrúa Persónuverndar, Rebekku Rán Samper, sem mun fjalla um lagalegu kröfurnar og framkvæmd MÁP og persónuverndarfulltrúa Landspítalans, Elínborgu Jónsdóttur, sem mun deila reynslusögum frá spítalanum í tengslum við MÁP. 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu M215, 5. desember nk., kl. 9 - 10:30. 

Við í faghópi um persónuvernd hvetjum alla þá sem hafa áhuga á persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga til að mæta og taka þátt í umræðunni. 

Join the meeting now 

Sjálfvirknivæðing innkaupa með stafrænu vinnuafli  

Linkur á fjarfund (TEAMS) 

 

 

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri hjá Evolv fer yfir tækifærin sem felast í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafl á innkaupasviði fyrirtækja. 

 Hvernig snúum við okkur í sjálfvirknivæðingu á eins stóru og viðamiklu ferli og innkaupaferli fyrirtækja? Innkaupaferlið skiptist í fjölmörg undirferli sem henta misvel til sjálfvirknivæðingar. Hvernig hefjum við þessa vegferð og hvar eru tækifæri til hagræðingar?

Ásamt Eiríki, verður Kristín Þórðardóttir, IT og Data sérfræðingur hjá Brimborg, með innslag um vegferð Brimborgar, innleiðingu og ávinning af stafrænu vinnuafli. 

 Viðburðurinn verður haldinn í Grósku í salnum Fenjamýri. Gengið er inn á móti veitingastaðnum EIRIKSDOTTIR. Einnig verður streymi í boði á vefnum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?