Endurmenntun (Náman) að Dunhaga 7
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Faghópur um gæðastjórnun boðar til morgunfundar sem ber yfirskriftina „Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga“. Fyrirlesarar eru þær Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus.
Gæðastjórnun og stjórnun upplýsinga
Í erindinu fjallar Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, annars vegar um mikilvægi stjórnunar upplýsinga fyrir gæðastjórnun og hins vegar um niðurstöður meistararannsóknar Ingibjargar Hrundar Þráinsdóttur. Markmið rannsóknarinnar var að leitast við að greina hvort munur væri á milli opinberra stofnana, hvað skjalastjórnun varðar, sem hafa fengið ISO 9001 vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt og opinberra stofnana sem ekki eru með vottað gæðastjórnunarkerfi.
„Fyrirtækið er gott eða alveg frábært en það getur orðið betra.“
Innsýn í viðhorf gæðastjóra til gæða- og skjalastjórnunar
Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus, kynnir niðurstöður meistararannsóknar. Markmið hennar var að öðlast innsýn í innleiðingu og viðhald vottunar á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi hjá íslenskum skipulagsheildum með tilliti til þess hvaða ávinning gæðastjórar teldu hafa hlotist af vottuninni og hvað hvatti skipulagsheildir til að öðlast og viðhalda henni.
Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun (Náman) að Dunhaga 7, mánudaginn 23. september kl. 8:30-10:00.
Aðalfundur gæðastjórnunarhóps
Aðalfundur gæðastjórnunarhópsins hefst kl. 10:00.
Dagskrá auglýst síðar.