IÐAN fræðslusetur. Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík
Mannauðsstjórnun,
ATH! Breytt staðsetning. Viðburðurinn verður haldinn í "IÐAN fræðslusetur" Vatnagörðum 20. Ísland er í 33. sæti af 38 þegar skoðuð er samþætting vinnu og einkalífs skv. samanburðargögnum frá OECD. Tækniþróun og snjallvæðing hafa gjörbreytt því hvernig við vinnum, en einnig gert mörkin á milli vinnu og einkalífs óskýr með tilheyrandi streitu. Hvað getum við gert til að breyta þessu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt? Steinar Þór Ólafsson, markaðsstjóri Skeljungs, hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni. Hér mun hann reifa rannsóknir og setja fram sínar vangaveltur um þessi mál.
Skemmtilegur vettvangur til þess að skapa umræðu um þessi mál og kasta fram spurningum. Athugið að það kemst takmarkaður fjöldi að.