Click here to join the meeting
Sjálfbærni, innkaupareglur, siðareglur birgja í innkaupum, gátlisti og birgjamat.
Íslandsbanki er stór kaupandi þjónustu og vara og er því í aðstöðu til að vera hreyfiafl til góðra verka í innkaupum sínum. Þetta gerir bankinn m.a. með því að horfa til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í verklagi sínu við innkaup. Jafnframt stuðlar bankinn að virkri samkeppni og gætir að hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi í innkaupum sínum.
Sjálfbærnistefna Íslandsbanka miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ. Við innkaup bankans er unnið eftir innkaupastefnu þar sem meðal annars er horft til umhverfs-, jafnréttis- og mannréttindamála. Bankinn vekur þannig athygli viðsemjenda á því til hvaða þátta er horft áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.
Fyrirlesarar;
Írunn Ketilsdóttir, sérfræðingur í fjármálum
Ljósbrá Logadóttir, deildarstjóri innkaupadeildar