24. október 2019 10:32
Faghópur um ISO og gæðastjórnun bauð Stjórnvísifélögum í heimsókn í dag til að kynna „samhengi skipulagsheilda“ í nokkrum stöðlum þ.e. ISO 9001, ISO 14001, ISO 45001 og ISO 27001. Það var Bergþór Guðmundsson, sérfræðingur í gæðastjórnun hjá SORPU sem var fyrirlesari dagsins en hann kynnti sig á einstaklega skemmtilegan hátt sem sonur, eignmaður, faðir, tengdafaðir, afi, vinnufélagi, unnandi tómstunda o.fl. Bergþór sagði frá því að Sorpa hefur verið með ISO 9001 vottun frá 2011, ISO 14001 umhverfisvottun frá 2014, ÍST 85 jafnlauanvottun frá 2014, Svansvottun á metangasi sem eldsneyti frá 2016, ISO 27001 úttekt á upplýsingaöryggi SORPU fór fram í sept. 2019, mælt er með vottun og eru næstu skref ISO 45001. Bergþór útskýrði hvað átt er við með „samhengi skipulagsheilda“. Hann sýndi týpískt gæðakerfi: Kröfur viðskiptavina eru mældar t.d. með ánægju viðskiptavina á vörum og þjónustu. Í kafla 4 er fjallað um samhengi, kafla 5 forystu, kafla 6 skipulagningu, 7.stuðning, 8 rekstur 9. Mat á frammistöðu 10. Umbætur. Úrbætur er eitthvað sem lagað er en umbætur eru til að passa að eitthvað komi ekki fyrir aftur. Plan – do- check- act er á öllum liðum.
Í kafla 4.1. í stöðlunum segir: „Að skilja skipulagsheildina og samhengi hennar“. Ytri og innri málefni eru greind með PESTEL greiningu á starfsumhverfi fyrirtækisins. Áhrifaþættir hvers skilgreinds málefnis á stjórnkerfi SORPU eru tilgreindir (gæðamál, umhverfismál, öryggis-og heilbrigðismál, upplýsingaöryggismál, jafnlaunamál), áhrifin áhættumetin og þörf á stýringu metin fyrir hvert atriði.
Bergþór sýndi excel-skjal þar sem einstakir þættir eru teknir fyrir með tilliti til áhrifaþátta þeirra í hverjum staðli er fyrir sig. Allt mat er huglægt. Skjalið tekur á innri og ytri málefnum. Dæmi um innri málefni er t.d. þjálfun og hæfni starfsmanna ISO9001 (mikilvægt til að gæði þjónustu sé ásættanleg) ISO 14001 (mikilvæg til að meðhöndlum umhverfisþátta sé ásættanleg ISO 27001 (hæfni starfsfólks til að umgangast tölvubúunað og hugbúnað er mikilvæg til að gæta upplýsingaöryggis).
Í kafla 4.2. í stöðlunum segir „Að skilja þarfir og væntingar hagsmunaaðila“. Bergþór sýndi excel-skjal þar sem hagsmunaaðilar eru listaðir upp: Þeir sem hafa áhrif á getu fyrirtækisins til að láta að staðaldri í té vörur og þjónustu sem mæta kröfum ivðskiptavina og þeir sem hafa áhrif á fyrirtækið vegna viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna. Greining hagsmunaaðila: þarfir og væntingar, áhugi (mikill, meðal, lítill), áhrifamáttur (mikill, meðal, lítill), tækifæri /vöktun hagsmunaaðila, samskiptaáætlun.
Í hagsmunaaðila-greiningunni var notuð SVÓT greining áhrifamáttur mikill/lítill á öðrum ásnum og áhugi lítill/mikill á hinum. Dæmi um aðila með mikinn áhirfamátt og mikinn áhuga eru t.d. eigendur Sorpu, stjórn, stjórnendur, heilbrigðiseftirlitið, vinnueftirlitið, Gámaþjónustan, Endurvinnslan o.fl. Mikilvægt er að kasta fram öllum mögulegum hagsmunaaðilum og skoða hvernig þeir eru metnir. Í kafla 4.3. segir að ákvarða eigi umfang stjórnkerfa. Umfangið er það sama í 9001 og 14001.