Þjóðskjalasafn Íslands Laugavegi 162, 105 Reykjavík
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
LOKAÐ FYRIR SKRÁNINGU!
Á síðasta áratug hafa miklar breytingar orðið á skjalavörslu þar sem rafræn kerfi eru að taka yfir þar sem áður var pappír. Strangar reglur gilda um skjalavörslu opinberra aðila en eitt af hlutverkum Þjóðskjalasafns Íslands er að setja reglur um skjalavörslu og hafa eftirlit þar um. Það er umfangsmikið verkefni fyrir allar stofnanir að viðhalda heildstæðu málasafni og að færa skjalavörslu úr pappírsumhverfi yfir í rafræn kerfi.
Á fundinum mun gæðastjóri Mannvirkjastofnunar, Bjargey Guðmundsdóttir, og gæðastjóri Einkaleyfastofunnar, Bergný Jóna Sævarsdóttir, segja frá helstu áskorunum við að taka upp rafræna skjalavistun en stofnanirnar hafa nýlega fengið samþykki Þjóðskjalasafns fyrir rafrænum skilum. Þær munu einnig fjalla um um það hvernig skjalastjórnun og gæðastjórnun tvinnast saman. Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjalasviðs hjá Þjóðskjalasafni mun segja frá því hvernig málið horfir við Þjóðskjalasafni. Velt verður upp spurningum um þróun skjalamála hjá nágrannaþjóðunum og framtíðarsýn Þjóðskjalasafns varðandi þróunina hér á landi.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu.