Ráðstefna um gæðastjórnun: Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni - Ávinningur af markvissu gæðastarfi

 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
Gegnsæi og rekjanleiki í viðskiptum og stjórnsýslu er krafa samtímans.
Áhersla er lögð á gæði, skilgreiningu og skjalfestingu starfs- og verkferla svo og vönduð og samræmd vinnubrögð. Samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði um gæðamál. Við útboð hafa þau fyrirtæki forskot sem hafa vottaða starfsemi. Í þessu tilliti kemur sér vel fyrir einkafyrirtæki jafnt sem opinber fyrirtæki að vinna í takt við alþjóðlega staðla svo sem ÍST ISO 9001 um gæðastjórnun.
Ráðstefnan „Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni: Ávinningur af markvissu gæðastarfi“ verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 8:30 til 12:00.
Fjallað verður um ofangreind málefni á ráðstefnunni og fyrirlesarar koma úr röðum háskólakennara og stjórnenda og annarra starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Ráðstefnan er haldin á vegum Stjórnvísi og Háskóla Íslands. Hún er framlag námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði og félags- og mannvísindadeildar til aldarafmælis Háskóla Íslands og 55 ára afmælis kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskólann.
 
 
Ráðstefna Háskóla Íslands og Stjórnvísi
Haldin fimmtudaginn 24. mars 2011 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu                   
 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
 
Dagskrá
 
08:30 - 08:40     Setning ráðstefnustjóra
     Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands
 
08:40 - 09:10       Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
09:10 - 09:40       Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
09:40 - 10:10       Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
10:10 - 10:30       Kaffi
 
10:30 - 11:00       Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
                         Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
11:00 - 11:30       Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
11:30 - 12:00       Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
12:00                Ráðstefnuslit

 
Um erindin
 
Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
Vottun samkvæmt gæðastöðlum hefur reynst fyrirtækjum gott vegarnesti á tímum samkeppni og aukinna alþjóðaviðskipta. Samkvæmt könnuninni stunduðu flestir aðilanna, sem höfðu ISO 9001 vottun, útflutning að einhverju leyti. Helstu hvatarnir voru að mæta kröfum viðskiptavina og samkeppnissjónarmið; helsti ávinningurinn fólst í því að auðveldara var að mæta kröfum viðskiptavina og stjórnvalda og bætt stjórnun og helstu áskoranirnar við að öðlast vottun og halda henni tengdust skjalahaldi, mælingum og vöktun.
 
Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár unnið að ýmsum þáttum varðandi skipu-lagningu og markmiðssetningu. Innleiðing stjórnkerfis samkvæmt ISO 9001 og síðan vottun koma í beinu framhaldi af þeirri vinnu. Geislavarnir sjá mikinn ávinning af þessu starfi, meðal annars fjárhagslegan. Kröfur sem uppfylla þarf fyrir stjórnkerfi eru skilgreindar í staðli. Útfærslan getur hinsvegar verið með ýmsum hætti. Stefna Geislavarna var og er að útfæra kerfið (handbók, skjalavistun og aðrar skráningar) með einföldum og aðgengilegum hætti.
 
Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
Fjallað verður um innleiðingu gæðakerfis frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Í verkefnisstjórnun er innleiðing gæðakerfis sett upp sem hvert annað verkefni sem þarf að undirbúa og framkvæma með vel þekktum aðferðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um vensl verkefna- og gæðastjórnunar og nokkur dæmi rakin til skýringar.
 
Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
Farið verður ítarlega yfir muninn á gæðum áþreifanlegra vara annars vegar og gæðum þjónustu hins vegar. Munurinn liggur fyrst og fremst í fjórum atriðum en þau eru óáþreifanleiki, óstöðugleiki, óaðskiljanleiki og óvaranleiki. Þessi atriði hafa veruleg áhrif á það með hvaða hætti gæðahugtakið er skilgreint og með hvaða hætti lagt er mat á þau gæði.
 
Kynntar verða mismunandi hugmyndir varðandi uppbyggingu og mat þjónustugæða svo sem „gaps-líkanið“ og þjónustuþríhyrningurinn. Dregin verða fram sjónarmið þess efnis að þegar þjónusta er annars vegar þá eru gæði ekki eitthvað eitt heldur sambland ólíkra en tengdra atriða. Er í því sambandi talað um gæði útkomunnar, gæði ferilsins og gæði áþreifanlegra atriða.
 
Að síðustu verður fjallað um með hvaða hætti hægt er að nýta sér niðurstöður gæða-mælinga í þeim tilgangi að ná betri árangri fyrir starfsemina.
 
 
Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
Gæðastjórnun gerir miklar kröfur um skjalastjórnun og er það sá þáttur sem fyrirtæki stranda oftast á í vottunarferli. Í verkefnastjórnun er einnig lögð mikil áhersla á gæðastjórnun og skjalfestingu í verkefnum svo hægt sé að tryggja gæði þeirra og læra af fyrri reynslu.   
 
Stjórnunaraðferðir upplýsinga- og skjalastjórnunar eru lykillinn að því að mæta kröfum gæða- og verkefnastjórnunar og í því skyni verða kynnt nokkur stjórntæki upplýsinga- og skjalastjórnunar og sýnt hvernig þau nýtast í gæðastjórnun og verkefnastjórnun.
 
Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
Það sem fyrst og fremst einkennir gæðastjórnun og flug er að um er að ræða stjórnvaldskröfur sem í grunninn snúast um öryggi. Þær kröfur eiga oftast rætur sínar í sjálfri atvinnugreininni og sterk hefð er fyrir að tilkynnt sé um atvik í flugi og á þeim tekið. Um er að ræða alþjóðlegar kröfur, staðla og aðferðafræði sem hefur þróast í tímans rás þar sem viðskiptavinurinn er fyrst og fremst leyfishafi í flugi en endanlegur notandi er farþeginn. Þessi tilhögun hefur leitt til þess að flug er öruggasti samgöngumátinn.

Tengdir viðburðir

Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins

Faghópar Stjórnvísi - Gæðastjórnun og ISO staðlar og Breytingastjórnun, kynna spennandi viðburð „Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins“ .

 Á þessum fjarfundi kemur fyrst fram Helga Franklínsdóttir, frá EFLU, sem segir nokkrar áhugaverðar reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Helga mun einnig fjalla um breytingar þar sem mismunandi fyrirtækjamenning og áhrif hennar á innleiðingu breytinga kemur við sögu. 

 Síðan mun Ágúst Kristján Steinarrsson, frá Vita ráðgjöf, tengja sögu Helgu við hugmyndafræði breytingastjórnunar og jafnframt kröfur ISO staðalsins um breytingastjórnun. Þannig er erindið ekki eingöngu að horfa kerfislægt á breytingar í gæðaumhverfi, heldur einni mannlegar - sem skipta gjarnan höfuðmáli.

Fyrirlesarar:

Helga Franklínsdóttir

Helga lauk M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og B.Sc. prófi í líffræði frá Auburn University Montgomery árið 2012. Hún hefur langa starfsreynslu úr framleiðsluiðnaði og innleiðingu breytinga, bæði á Íslandi og erlendis. Áður en hún starfaði hjá Marel starfaði hún í um 4 ár hjá Icelandic Group í gæðamálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði hjá Marel í um 7 ár í alþjóðlegu hlutverki varðandi innleiðingar og umbætur en starfar nú hjá EFLU Verkfræðistofu, þar sem hún er fyrirliði yfir teyminu gæði og umbætur. Í því hlutverki vinnur hún með innleiðingar og breytingarstjórnun.
Helga hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun, breytingarstjórnun, innleiðingu nýrra kerfa og að búa til ferla. Sú dýrmæta reynsla nýtist henni vel í hennar núverandi starfi hjá EFLU. Helga er einnig hluti að faghópnum breytingarstjórnun hjá Stjórnvísi.

 Ágúst Kristján Steinarrsson

Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.
Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótaverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.
Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum. Hann leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.

 

Eldri viðburðir

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Gæðastjórnunarspjall - Kaffi og kafað á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utanum samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði  - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall.

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 32 þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær 😊

Dagsetning: 28. nóv. kl. 9:00 - 10:15.
Staðsetning:
 Hamraborg 6A, Kópavogi (fundarherbergi: Tilraunastofan – 1. hæð - undir bókasafninu).

Innri úttektir ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum

Join the meeting now

Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla 

Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?