Ráðstefna um gæðastjórnun: Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni - Ávinningur af markvissu gæðastarfi

 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
Gegnsæi og rekjanleiki í viðskiptum og stjórnsýslu er krafa samtímans.
Áhersla er lögð á gæði, skilgreiningu og skjalfestingu starfs- og verkferla svo og vönduð og samræmd vinnubrögð. Samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði um gæðamál. Við útboð hafa þau fyrirtæki forskot sem hafa vottaða starfsemi. Í þessu tilliti kemur sér vel fyrir einkafyrirtæki jafnt sem opinber fyrirtæki að vinna í takt við alþjóðlega staðla svo sem ÍST ISO 9001 um gæðastjórnun.
Ráðstefnan „Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni: Ávinningur af markvissu gæðastarfi“ verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 8:30 til 12:00.
Fjallað verður um ofangreind málefni á ráðstefnunni og fyrirlesarar koma úr röðum háskólakennara og stjórnenda og annarra starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Ráðstefnan er haldin á vegum Stjórnvísi og Háskóla Íslands. Hún er framlag námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði og félags- og mannvísindadeildar til aldarafmælis Háskóla Íslands og 55 ára afmælis kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskólann.
 
 
Ráðstefna Háskóla Íslands og Stjórnvísi
Haldin fimmtudaginn 24. mars 2011 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu                   
 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
 
Dagskrá
 
08:30 - 08:40     Setning ráðstefnustjóra
     Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands
 
08:40 - 09:10       Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
09:10 - 09:40       Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
09:40 - 10:10       Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
10:10 - 10:30       Kaffi
 
10:30 - 11:00       Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
                         Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
11:00 - 11:30       Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
11:30 - 12:00       Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
12:00                Ráðstefnuslit

 
Um erindin
 
Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
Vottun samkvæmt gæðastöðlum hefur reynst fyrirtækjum gott vegarnesti á tímum samkeppni og aukinna alþjóðaviðskipta. Samkvæmt könnuninni stunduðu flestir aðilanna, sem höfðu ISO 9001 vottun, útflutning að einhverju leyti. Helstu hvatarnir voru að mæta kröfum viðskiptavina og samkeppnissjónarmið; helsti ávinningurinn fólst í því að auðveldara var að mæta kröfum viðskiptavina og stjórnvalda og bætt stjórnun og helstu áskoranirnar við að öðlast vottun og halda henni tengdust skjalahaldi, mælingum og vöktun.
 
Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár unnið að ýmsum þáttum varðandi skipu-lagningu og markmiðssetningu. Innleiðing stjórnkerfis samkvæmt ISO 9001 og síðan vottun koma í beinu framhaldi af þeirri vinnu. Geislavarnir sjá mikinn ávinning af þessu starfi, meðal annars fjárhagslegan. Kröfur sem uppfylla þarf fyrir stjórnkerfi eru skilgreindar í staðli. Útfærslan getur hinsvegar verið með ýmsum hætti. Stefna Geislavarna var og er að útfæra kerfið (handbók, skjalavistun og aðrar skráningar) með einföldum og aðgengilegum hætti.
 
Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
Fjallað verður um innleiðingu gæðakerfis frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Í verkefnisstjórnun er innleiðing gæðakerfis sett upp sem hvert annað verkefni sem þarf að undirbúa og framkvæma með vel þekktum aðferðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um vensl verkefna- og gæðastjórnunar og nokkur dæmi rakin til skýringar.
 
Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
Farið verður ítarlega yfir muninn á gæðum áþreifanlegra vara annars vegar og gæðum þjónustu hins vegar. Munurinn liggur fyrst og fremst í fjórum atriðum en þau eru óáþreifanleiki, óstöðugleiki, óaðskiljanleiki og óvaranleiki. Þessi atriði hafa veruleg áhrif á það með hvaða hætti gæðahugtakið er skilgreint og með hvaða hætti lagt er mat á þau gæði.
 
Kynntar verða mismunandi hugmyndir varðandi uppbyggingu og mat þjónustugæða svo sem „gaps-líkanið“ og þjónustuþríhyrningurinn. Dregin verða fram sjónarmið þess efnis að þegar þjónusta er annars vegar þá eru gæði ekki eitthvað eitt heldur sambland ólíkra en tengdra atriða. Er í því sambandi talað um gæði útkomunnar, gæði ferilsins og gæði áþreifanlegra atriða.
 
Að síðustu verður fjallað um með hvaða hætti hægt er að nýta sér niðurstöður gæða-mælinga í þeim tilgangi að ná betri árangri fyrir starfsemina.
 
 
Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
Gæðastjórnun gerir miklar kröfur um skjalastjórnun og er það sá þáttur sem fyrirtæki stranda oftast á í vottunarferli. Í verkefnastjórnun er einnig lögð mikil áhersla á gæðastjórnun og skjalfestingu í verkefnum svo hægt sé að tryggja gæði þeirra og læra af fyrri reynslu.   
 
Stjórnunaraðferðir upplýsinga- og skjalastjórnunar eru lykillinn að því að mæta kröfum gæða- og verkefnastjórnunar og í því skyni verða kynnt nokkur stjórntæki upplýsinga- og skjalastjórnunar og sýnt hvernig þau nýtast í gæðastjórnun og verkefnastjórnun.
 
Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
Það sem fyrst og fremst einkennir gæðastjórnun og flug er að um er að ræða stjórnvaldskröfur sem í grunninn snúast um öryggi. Þær kröfur eiga oftast rætur sínar í sjálfri atvinnugreininni og sterk hefð er fyrir að tilkynnt sé um atvik í flugi og á þeim tekið. Um er að ræða alþjóðlegar kröfur, staðla og aðferðafræði sem hefur þróast í tímans rás þar sem viðskiptavinurinn er fyrst og fremst leyfishafi í flugi en endanlegur notandi er farþeginn. Þessi tilhögun hefur leitt til þess að flug er öruggasti samgöngumátinn.

Eldri viðburðir

Gæðastjórnunarspjall - Kaffi og kafað á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun og ISO staðla býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utanum samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði  - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall.

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 32 þannig áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær 😊

Dagsetning: 28. nóv. kl. 9:00 - 10:15.
Staðsetning:
 Hamraborg 6A, Kópavogi (fundarherbergi: Tilraunastofan – 1. hæð - undir bókasafninu).

Innri úttektir ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum

Join the meeting now

Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla 

Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001

 

Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?

Tengjast fundinum núna (Join Meeting now)

Erindið er haldið í samvinnu faghópanna: Gæðastjórnun og ISO staðlar, Loftslagsmál og Stjórnun upplýsingaöryggis. 

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Gná Guðjónsdóttir stjórnarmeðlimur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar kynnir faghópinn og fyrirlesarann og stýrir fundinum sem verður á Teams (hlekkur á fjarfundinn kemur inn hér daginn áður).

09:05-09:45 - Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Tengist ávinningur vottunar starfsmannahaldi, samkeppnishæfni, viðskiptavinum, ímynd, fjárhagslegri afkomu, bættu aðgengi að skjölum, bættu vinnulagi, betri nýtingu á aðföngum eða auðveldaði vottunin fyrir markaðs- og/eða kynningarstarfi hér á landi eða erlendis?

Kynntar verða niðurstöður MIS rannsóknar Elínar Huldar Hartmannsdóttur í upplýsingafræði hjá HÍ sem hún framkvæmdi vorið 2022. Hver var notkunin og hvaða ávinning töldu íslensk fyrirtæki og skipulagsheildir sig hafa af vottun á þremur stjórnunarkerfisstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

09:45 – 10:00 
 Umræður og spurningar

 

Um fyrirlesarann:

Elín Huld Hartmannsdóttir

Starfar sem gæða- og skjalastjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, var áður í um eitt ár hjá Isavia meðfram námi. Var einnig sumarstarfsmaður á skjalasafni Forsætisráðuneytisins á námstímanum.

Elín vann áður sem hársnyrtimeistari og rak eigið fyrirtæki í 17 ár en lagði skærin á hilluna í orðsins fyllstu merkingu árið 2015.

Hún útskrifaðist frá HÍ með MIS í upplýsingafræði haust 2022 og fékk leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðings og leyfisbréf kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í framhaldinu.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúafjöldi í umdæmi embættisins er um 242.000. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 12.30-13:30 að Digranesvegi 1 (Kópavogsbær)

 

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar:

  1. Framsaga formanns – um starf ársins
  2. Umræður um starf ársins, hvað var vel heppnað, hvað má gera betur?
  3. Kosning til stjórnar
  4. Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar
  5. Önnur mál

 

Stjórn faghóps hittist að lágmarki tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins. Sjá nánar um hópinn hér: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/gaedastjornun 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst til formanns félagsins á sigurdurao@kopvogur.is

Fundarstjóri er Sigurður Arnar Ólafsson

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?