Endurmenntun Háskóla Íslands, fyrirlestarsalu
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
KOSTAR GÆÐASTJÓRNUN EKKI NEITT?
Ráðstefna um gæðamál - tæknilausnir í stjórnun
Hvar liggja fyrstu skref fyrirtækja og stofnana í gæðastjórnun? Hvar liggja hindranirnar? Af hverju er ekki almennt unnið samkvæmt hugmyndafræði gæðastjórnar? Er þörf á að kaupa dýran hugbúnað til að halda utan um skjalavinnslu, skjalastjórnun, frávika- og úrbótaskráningar? Hver er grunnhugmynd gæðastjórnunar og hvaða þýðingu hefur hún fyrir samfélagið?
Leitast verður við að fá svör við þessum spurningum og mörgum fleirum á ráðstefnunni. Tveir faghópar sem starfa innan Stjórnvísi, ISO hópur og Gæðastjórnunar hópur hafa báðir það markmið að sem flest fyrirtæki og stofnanir sem vilja leggja metnað í stjórnun og afkomu eigi að taka upp gæðastjórnun.
Stjórnendur verða að sjá ávinning í því að styrkja þjónustuna og gæði vörunnar. Með ráðstefnunni er ætlunin að benda á leiðir til innleiðingar gæðastjórnun án mikils kostnaðar.
Dagsetning: 28. mars 2012, kl. 9-12
Fundarstaður: Endurmenntun HÍ - fyrirlestrarsalurinn Náman
Dagskrá
9-9:10 Opnun: Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi
9:15-9:35 Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor, MSc(Econ), PhD, Upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum
Hvað er gæðastjórnun, fræðileg umfjöllun
9:40-10 Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri - Landsvirkjun
Hvaða kröfur gerir ISO 9001 til verkfæra
Kaffi
10:20-10:10:40 Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri - Landmælingar Íslands
Fyrstu skref í innleiðingu gæðastjórnunar
10:45-11:05 Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, gæðastjóri - Geislavarnir ríkisins
Hugleiðingar um tæki og tól í gæðastjórnun
11:10-11:50 Svala Guðmundsdóttir - Aðjúnkt við Félagsvísindasvið
Viðskiptafræðideildar HÍ
Skiptir fyrirtækjamenning máli við gæðastjórnun/Umræður