Eiðistorgi
ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði,
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit 26. nóvember - Skapandi greinar - hvað er svona skapandi við þær?
OMG þú ert kúl
Frummælendur: Daddi Guðbergsson, raðfrumkvöðull með meiru og Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnastjóri skapandi greina hjá Íslandsstofu
Daddi mun m.a. svara eftirfarandi spurningum: Guð skapaði heiminn segir í svörtu bókinni. Afrek sem klárlega gerir hana hipp og kúl, verðugan fulltrúa skapandi greina en hvaða verðmæti fólust í ætlaðri sköpun?
Daddi mun velta fyrir sér eftir farandi spurningum: Geta allir sem skapa eitthvað, með réttu kallað sig skapandi? Hvaða skilyrði uppfyllir árangursrík sköpun? Ef menningararfur, sviðslistir, tónlist, myndlist, bókmenntir, kvikmyndagerð og hönnun teljast til skapandi greina, teljast þá allar aðrar greinar vanskapandi?
Glettin hugleiðing um atvinnugreinar með tilliti til sköpunar starfa, tekna og verðmæta.
Kristjana mun fara aðeins yfir skilgreiningu á skapandi greinum, hlutverk Íslandsstofu og miðstöðva skapandi greina í bland við sífellt meiri eftirspurn og áhuga á öllu sem tengist skapandi greinum á Íslandi - erlendis frá. Þá eru skapandi einstaklingar og verkefni blæða inn í allar atvinnugreinar á einn eða annan hátt en það mikilvægasta er grasrótin og að við hlúum vel að henni.
Daddi stofnaði E4 sem m.a. selur notkunarrétt á tónlist til framleiðenda auglýsinga, kvikmynda, sjónvarpsþátta og tölvuleikja. Hann hefur starfað hjá PolyGram Music, EMI Records US, OZ, Íslenska
sjónvarpsfélaginu (Skjárinn, Sjónvarp Simans) og Eddu útgáfu. Ýmsum ráðgjafaverkefnum hefur Daddi sinnt fyrir Apple Computer Inc., bókaútgefandann Simon og Shuster, blaðaútgáfuna Hearst Media og hljómplötufyrirtækið Sony Music. Hann hefur á virkan hátt tekið þátt í íslensku frumkvöðlaumhverfi - jafnvel óumbeðinn.
Kristjana er verkefnastjóri skapandi greina hjá Íslandsstofu og framleiðandi You Are in Control, alþjóðlegrar ráðstefnu skapandi greina á Íslandi. Hún er með M.A. í Hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ og B.A. í Myndlist frá LHÍ. Kristjana situr einnig í stjórn Sambands Íslenskra Myndlistarmanna.