Kaplakrika, 220 Hafnarfjörður FH Kaplakriki, Kaplahraun, 220 Hafnarfjörður, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
Fyrirlesarar eru eftirfarandi:
Guðfinnur Þór Pálsson, flotastjóri
Pálmar Sigurðsson skrifstofu-og starfsmannastjóri
Farið verður yfir eftirfarandi:
Reynslan af ISO 14001
Aksturskerfi fyrirtækjanna lagði að baka 7,5 milljón km á síðastliðnu ári og notaði til þess 2,5 milljón lítra af diesel olíu auk fleiri umhverfisþátta.
Ávinningur, sýnt fram á hvað hefur áunnist í framleiðslu fyrirtækisins með innleiðingu á ISO 14001 staðlinum. Sérstaklega verður litið til breytinga á umhverfisþáttum, rekstrarlegsábata í framleiðslu fyrirtækisins og vaxtar á arðbæran hátt.
Fjallað um leiðina til árangurs: stöðuga vöktun umhverfis- og framleiðsluþátta, þjálfun starfsmanna og árleg markmið.
Hópbílar hf / Hagvagnar hf
Hagvagnar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1991 til að annast almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hagvagnar hf. keyra aðallega um sveitarfélögin Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ og Álftanes.
Hópbílar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofna árið 1995 til að sjá um allan almennan rútuakstur fyrir þá sem vilja ferðast. Helstu verkefni eru; ferðaþjónusta, skólaakstur, akstursþjónusta fyrir fatlaða, akstur starfsmanna Ríó Tintó Alcan og almenningssamgöngur á suðurlandi og vesturlandi.
Markmið fyritækjanna er að vera ávallt í fremstu röð rútufyrirtækja, efla almenningssamgöngur og veita viðskiptavinum sínum ávallt bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni.
Staðsetning:
Íþróttahúsið við Kaplakrika í Hafnarfirði.