Meðvirkni á vinnustað

 

Click here to join the meeting
Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence ætlar að fara yfir það með okkur hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.


Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Sigríður starfaði sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi. Sigríður vinnur markvisst með heildstæða árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks og hjálpar þannig fyrirtækjum og starfsfólki að skrifa sína eigin SÖGU. Sigríður hefur sérhæft sig í því að þjálfa fólk í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og deilir þeirri reynslu og þekkingu með okkur á fyrirlestrinum.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Metfjöldi á fundi mannauðsstjórnunar í morgun.

Yfir 500 manns mættu á fund í morgun á vegum mannauðsstjórnunar hjá Stjórnvísi.  Hér má nálgast glærur af fundinum. Fundurinn var um meðvirkni á vinnustöðum en meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.  Fyrirlesarinn Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fór yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig var skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu voru kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður sagði að það væri starfsfólkið sem væri meðvirkt ekki vinnustaðurinn. En hvað einkennir starfsfólk sem er meðvirkt?  Fýlustjórnun, þöglumeðferðin, reiðstjórnun, ógnarstjórnun, hræðslustjórnun, talað á bakvið, fólk reynir að stýra öðrum með alls kyns hætti.  Meðvirkt starfsfólk er í afneitun og oft á tíðum leynist óheiðarleikinn með.  Meðvirkt starfsfólk er óöruggt og lítið í sér og tekur gjarnan ekki ábyrgð sjálft. Áhrif meðvirkni er gríðarleg því hún veldur vanlíðan, streitu og kvíða, vonleysi sem leiðir til minni afkasta sem skapa hegðunarvanda, stjórnleysi birtist og þetta endar með veikindum og kulnum því ekkert er gert.  Þegar meðvirknimynstur fá að blómstra verður mikil þreyta á vinnustaðnum.  Í framhaldi hætta afburðarstarfsmenn því þeir láta ekki bjóða sér ástandið og árangur minnkar. Grundvallaratriði þess að fólki líði vel er að þeir treysti sínum yfirmanni og fólk hættir að treysta yfirmanni sem ekki taka á hlutunum.  Þeir stjórnendur sem ekki taka á erfiðum hlutum eru því að missa traust starfsmanna.   

En hvað er til ráða?  Ábyrgðin byrjar hjá hverju og einu okkar því við berum öll ábyrgð.  Mikilvægt er að horfa á styrkleika annarra og okkar.  Endurgjöf bætir frammistöðu og hjálpar fólki að sjá sjálft sig.  Mikilvægt er að fá endurgjöf og gefa endurgjöf.  

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2025

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um mannauðsstjórnun óskar eftir framboðum til formanns stjórnar, og stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

Eldri viðburðir

VELFERÐ Á VINNUSTAÐ - Heilsuefling og viðverustjórnun hjá Kópavogsbæ

Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista. 

Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni,  fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.

Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.

Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum. 

 

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?