Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík Bíldshöfði, Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun, Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Ásta Snorradóttir, fagstjóri rannsókna og heilbrigðisdeildar hjá Vinnueftirlitinu og Teitur Guðmundsson læknir hjá Heilsuvernd flytja erindi um áhrif heilsueflingar á líðan starfsfólks og ávinning fyrirtækja af góðri heilsustefnu.
Umfjöllun þeirra verður um hvað má gera betur og hver er ábyrgð stjórnenda á heilsu starfsmanna og heilbrigðu starfsumhverfi. Einnig hvaða ávinning hafa fyrirtæki af heilsueflingu á vinnustaðnum.
Fundurinn verður haldinn í Vinnueftirlitinu Bíldshöfða 16.
Allir hjartanlega velkomnir.