Leiðtogi í notkun gervigreindar

Hlekkur á viðburðinn 

Hinrik Jósafat Atlason ætlar að fræða okkur um hvernig hægt er að nota gervigreind við ákvarðanatöku og hvað þarf að gera til að fá skilvirka svörun frá gervigreindinni. Hann gefur okkur dæmi um það hvernig hægt er að gefa gervigreindinni mismunandi hlutverk til að fá fram mismunandi sjónarmið.

Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi Atlas Primer. Hinrik er leiðandi sérfræðingur á sviði gervigreindar og hefur unnið ötullega að því að þróa nýstárlegar lausnir sem hafa haft mikil áhrif á bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Með yfir áratug af reynslu í rannsóknum og þróun á gervigreindartækni, hefur Hinrik verið frumkvöðull í að innleiða gervigreind í fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjálfvirkni í iðnaði til persónulegra aðstoðarmanna. Hann hefur einnig verið virkur í að miðla þekkingu sinni og reynslu, bæði í gegnum fyrirlestra og sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Atlas Primer var valið af TIME sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024, og að Forbes hefur fjallað um fyrirtækið og lausnina þrisvar á þessu ári.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Can your dreams improve your leadership skills? (yes they can)

Link to event

Join us for an enlightening and eye-opening presentation by Michael Rohde, a renowned dream scientist, best-selling author, and awarded speaker. Michael has dedicated his career to exploring the profound impact of dreams on our waking lives, particularly in the realm of leadership and personal development. Not the least the immense potential, proactively utilizing our dreams (our unconscious intelligence), has in our career.

About Michael Rohde:

Michael Rhode holds a Master of Science in International Business and a Bachelor of Psychology. He has a rich background in leadership roles within the pharmaceutical industry and has worked as a project management and leadership training consultant. In 2012, he founded DreamAlive, a company focused on teaching leaders and employees how to harness the immense power of dreams to enhance personal and professional growth. And not the least, to find highly creative solutions to business problems, as the dream state is the most creative brain state. 

Michael is celebrated for his engaging and insightful talks, which have inspired many to tap into their unconscious intelligence. His work has been featured in numerous media outlets, and he has been a charismatic host of "The Dream Mirror," a weekly national Danish radio show on dreams.

What to Expect:

In this presentation, Michael will delve into how your dreams can serve as a powerful tool for improving your leadership skills. He will share practical techniques for interpreting and leveraging your dreams to gain deeper insights into your subconscious mind, enhance decision-making, and foster innovative thinking. Whether you're a seasoned leader or aspiring to become one, this session will provide valuable strategies to unlock your full potential through the wisdom of your dreams.

Don't miss this opportunity to learn from one of the leading experts in dream work and discover how your nocturnal visions can transform your leadership journey.

Eldri viðburðir

Hugrakkir leiðtogar óskast

Faghópur Stjórnvísi um leiðtogafærni kynnir:

Kjarkur til forystu

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Dr. Brené Brown segir að það sem heimurinn þarfnast séu hugrakkir leiðtogar og að það sé hægt að kenna, mæla og fylgjast með. Hún er höfundur metsölubókarinnar Dare to Lead sem fjallar um hugrekki í forystu.

Fyrirlesari:

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur hlotið margvíslega og fjölbreytta þjálfun og hún afar reynslumikil þegar kemur að þjálfun stjórnenda í forystu, hvort sem um er að ræða teymi eða einstaklinga. Hún hefur m.a. hlotið Dare to Lead þjálfun og hefur leyfi til að leiðbeina samkvæmt hugmyndafræðinni.

Staðsetning:

Háskólabíó - salur 3

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Fundurinn er haldinn í Innovation House á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Gengið er inn á Eiðistorg - upp á 2.hæð - beint á móti Bókasafni Seltjarnarness er hurð og þar er gengið upp á 3.hæð inn í Innovation House. Hindranir í vegi aukins árangurs og betri ákvarðana liggja nánast undantekningarlaust í huga okkar, hvort sem um er að ræða rangar og oft ómeðvitaðar forsendur, gallaða mælikvarða, sálrænar hömlur eða skaðlegar reglur eða ferla. Til að brjótast út úr stöðnuðu umhverfi er nauðsynlegt að finna og uppræta þessar hindranir. Eitthvert öflugasta tólið til þess er röklegt umbótaferli (Logical Thinking Process) og með tilkomu gervigreindarinnar er notkun þess nú aðgengileg langtum fleirum en áður.

Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og les valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Röklegt umbótaferli er kerfismiðuð aðferð til að taka vandaðar ákvarðanir og greina og leysa erfið og viðvarandi vandamál innan fyrirtækja og stofnana með skýra röklega hugsun að vopni.

Þessi bók er að miklu leyti byggð á fyrri bók Þorsteins, „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ sem kom út árið 2020. Um þá bók segir Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus við H.Í.: „Ritið vísar stjórnendum til skynsamlegra lausna í glímu við vandamál sem í fyrstu virðast ill-leysanleg. Þorsteinn lýsir vel öguðu þrepskiptu verkferli röklegrar greiningar sem dregur fram eðli vandans hverju sinni. Góð tengsl við raunhæf dæmi í megintexta og viðauka gagnast lesanda í stjórnunarstarfi afar vel. Nálgun Þorsteins er bæði frumleg og skýr og jafnframt raunhæf og spennandi.“

Í bókinni rekur Þorsteinn ýmis dæmi um beitingu röklegs umbótaferlis og síðasti hluti bókarinnar er helgaður gervigreindinni og því hvernig beita má henni til að hraða og bæta ákvarðanatöku.

 

Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 
Um staðfund er að ræða. Ekki verður streymt frá fundinum.

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Aðalfundur faghóps um Leiðtogafærni verður haldinn þriðjudaginn 30.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com

Áherslur leiðtoga í nýsköpun og vöruþróun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði ætla þær Guðbjörg Rist og Anna Signý að deila með okkur sínum áherslum þegar kemur að leiðtogafærni á vettvangi nýsköpunar og vöruþróunar.  Þær veita okkur innsýn í hvað hefur hjálpað þeim og þeirra teymum að ná árangri ásamt því að deila með okkur hvað hefur ekki reynst eins vel.  

Anna Signý Guðbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Kolibri ásamt því að vera sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun. Kolibri er hönnunardrifin stafræn stofa sem leysir réttu vandamálin með stafrænum lausnum og framúrskarandi hugbúnaði. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun.

Guðbjörg Rist er frumkvöðull sem hefur unnið við nýsköpun síðasta áratuginn. Nú síðast sem framkvæmdarstjóri Atmonia. Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti. 
Guðbjörg hefur áður unnið að upplýsingaveitunni Northstack, hjá Arion banka sem leiðtogi í stafrænni framtíð og hjá Promens plastframleiðslu, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Guðbjörg hefur setið í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja og Samtaka Vetnis-og rafeldsneytisframleiðenda auk þess að vera mentor og ráðgjafi fyrir hin ýmsu sprotafyrirtæki.  Guðbjörg er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?