Í dag er hávær krafa um að fyrirtæki og stofnanir geti þróast hratt og fylgt þörfum notenda, hraðri tækniþróun og breytingum á mörkuðum bæði hér heima og á alþjóðavísu. Lykill að slíkri getu og nýsköpun er að leysa úr læðingi fulla getu allra til nýsköpunar og tileinka sér skipulag sem styður þverfagleg og skapandi teymi.
Sjálfstæð teymi og hraðar breytingar gera líka meiri kröfu um leiðtogahæfni á öllum stigum í fyrirtækjum og nauðsynlegt er að þjálfa þá hæfni markvisst. Stjórnendur þurfa að geta skapað skilyrði og stuðlað að menningu þar sem fólk þrífst og upplifir nægilegt sálrænt öryggi til þess að nýsköpun og stöðugur lærdómur geti átt sér stað.
Að leiða í stöðugri óvissu er krefjandi og mikilvægt að finna leiðir til að styðja þann þroskaferil stjórnenda og leiðtoga.
Í samstarfi við Helga og Ástu frá Agile People býður Stjórnvísi upp á ör-vinnustofu með virkri þátttöku um agile stjórnun og þá hæfni sem leiðtogar þurfa að hafa hugrekki til að tileinka sér til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Vinnustofan byggir á hugmyndum úr námskeiðinu Leading with Agility frá Agile People. Helgi og Ásta munu segja frá hvernig Agile People nálgast að kenna og styrkja leiðtogafærni og agile hugarfar.
Agile People eru samtök sem hófust í Svíþjóð 2011 og eru í dag leiðandi á heimsvísu í námskeiðum og þróun Agile Mannauðstjórnar (Agility in HR) og Agile Leiðtogafærni (Leading with Agility). Námskeiðin eru þróuð bæði sem staðnám í lotum og frá upphafi síðasta árs aðgengileg sem online námskeið sem hafa reynst frábærlega.
Þessi námskeið eru vottuð af ICAgile (International Consortium for Agile) og veita hvort um sig alþjóðlegu vottunina “ICAgile Certified Professional” (ICP) - Agility in HR (ICP-AHR) og Leading with Agility (ICP-LEA).
Vinnustofan hjá Stjórnvísi verður í óformlegum anda þar sem blandað verður saman yfirferð úr fyrsta hluta námskeiðsins Leading with agility og virkri þátttöku, æfingum og samtali um eflingu leiðtogafærni fyrir agile umhverfi.
Helgi er í forsvari fyrir vöxt og stuðning við vottaða leiðbeinendur Agile People á heimsvísu. Hann hefur mikla reynslu af því að starfa í agile umhverfi sem Agile People Coach og er ásamt stofnanda Agile People (Pia Maria Thorén) höfundur leiðtoganámskeiðsins ICP-LEA. Hann hefur komið að mótun og umbreytingu fyrirtækja og teyma í bæði einka og opinbera geiranum og þjónað bæði teymum og stjórnendum. Hann er atferlisfræðingur að mennt með sérhæfingu í vinnu- og skipulagssálfræði, lausn ágreinings ásamt því að vera vottaður markþjálfi. Megin áhersla Helga er styðja fyrirtæki og vinnustaði í að skapa kjörskilyrði þar mannlegi þátturinn í rekstri og afrakstur fara hönd í hönd; þar sem fólk getur þrífist, dafnað og nýtt alla sína hæfileika.
Ásta er þjálfari hjá Agile People og hefur einnig lokið vottun hjá ICAgile sem vottaður leiðbeinandi til að kenna ICP-LEA. Hún hefur einnig lokið viðurkenndu námi í markþjálfun og að vinna í að ljúka ICF vottun í professional coaching. Hún bjó í Kaupmannahöfn í 9 ár og lauk mastersnámi í Stafrænni þróun og miðlun frá IT-Universitetet með áherslu á stafræna nýsköpun. Síðustu ár hefur hún starfað í stjórnendaráðgjöf, ráðgjöf og verkefnastýringu í nýsköpun og agile þróunarverkefnum og starfar nú hjá Advania. Hún hefur komið að fjölbreyttum umbreytingar verkefnum og stefnumótun og nýtt skapandi aðferðir hönnunarhugsunar í nýsköpun og þróunarverkefnum.