Rafrænn á Teams
Sjálfbær þróun, Góðir stjórnarhættir ,
Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams
Um er að ræða u.þ.b. klukkustundar langan viðburð sem fólk í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félaga, og reyndar allt áhugafólk um stjórnarhætti ætti að hafa áhuga á og taka þátt í.
Teknar verða fyrir helstu breytingar í nýrri útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem koma út í byrjun febrúar 2021, en breytingarnar snúast að nokkru leyti um tilnefningarnefndir, hlutverk þeirra og verkefni, en einnig eru nýjar kröfur um upplýsingagjöf í og með skýrslu stjórnar áberandi.
- Fundinum verður streymt í gegnum Teams forritið, tekinn upp og settur inn á Facebook síðu félagsins að honum loknum
- Fundarstjóri verður Jón Gunnar Borgþórsson og mun hann hafa stuttan inngang að viðburðinum (3 - 5 mín.)
- Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, kemur til með að fjalla um breytingarnar á leiðbeiningunum (ca. 20 mínútur)
- Dr. Eyþór Ívar Jónsson mun fjalla um leiðbeiningarnar frá sínum sjónarhóli og þá þætti í starfi stjórna sem þær ná ekki endilega til (ca. 20 mínútur)
- Þá verður fyrirspurna- og umræðutími í u.þ.b. 10 - 15 mínútur
- Að loknum fundi verður fundargestum send örstutt könnun (NPS) sem við hvetjum til þátttöku í
- Fundurinn verður tekinn upp eins og áður sagði