Hestháls 14, 110 Reykjavík. Hestháls, Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun ,
Hafa þarf stjórn á mörgum atriðum til þess að geta rekið fyrirtæki, eitt þeirra atriða er kostnaður. Hjá Strætó bs. er mjög mikilvægt að fylgjast vel með þróun kostnaðar. Kostnaðarstjórnun og -stýring er því úrslitaatriði þegar kemur að nýtingu þess fjármagns sem Strætó bs. er úthlutað. Spurningar eins og; Hvað kostar leið nr. 2? eða Hvað má ein leið kosta? eða Hvernig á að reikna einingarverð? pr. km.? eða pr. farþega? eða pr. vagn?
Þessum og fleiri spurningum verður reynt að svara á morgunfyrirlestri hjá Strætó bs. þann 24. sept. 2014, kl. 08:30-10:00. Þar mun Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó bs. kynna hvernig kostnaðarstjórnun er orðin að daglegu viðfangsefni er tengist rekstri félagsins.
Hámarksfjöldi er 25. Fyrstir að skrá sig, fyrstir að fá pláss.