Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. Þetta vitum við öll. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði?

Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, verða með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild.

Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina.  

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði? Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, voru með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild í Háskólanum í Reykjavík í morgun.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun.
Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina. 

Jón byrjaði á að kynna KVAN og segja hvernig vinnuhópurinn er samsettur.  Þau vinna mikið með ungu fólki og vilja ræða við fagaðila og foreldra.  Þau vinna einnig með stjórnendum fyrirtækja. Jón er lærður markþjálfi og lögreglumaður.  Hann vann hjá NOVA og sagði þau þekkja kúltúrinn sinn sem er „Stærsti skemmtistaður í heimi“.  Allt hjá NOVA er tengt við skemmtun og það hefur fest við vinnustaðinn.  Þegar það er hitamet í Reykjavík þá er t.d. boðið upp á ís eða allir taka með sér heim kaldan bjór.  En hvernig býr maður til góða liðsheild?  Með því að hafa einn Eyjamann í liðinu. Að öllu gamni slepptu þá er það að eyða eins miklum tíma saman og möguleiki er. Eyjamenn gera þetta mjög vel, heilsa alltaf hvor öðrum þegar þeir koma á æfingu. Kúltúrinn er ákveðinn og hvernig hann á að vera.  Þeir hópar sem ná árangri vita hver kúltúrinn er.  Jón sagði frá bandarískri rannsókn sem sýnir skiptingu eftir félagslegu samþykki.  55% barna fúnkera vel í hóp, 15% af öllum börnum er hafnað þ.e. skilin útundan, strítt, rödd þeirra fær ekki að heyrast, 15% eru týndu börnin þ.e. hlédræg og þau gleymast og tilheyra ekki.  Þessir aðilar eru fyrstir til að stökkva á vagninn sem þau vilja tilheyra.  15% einstaklingar eru vinsælu börnin þ.e. þau sem eru með leiðtogahæfileika en aðrir og hafa áhrif á aðra.  Svo haga aðilar sér mismunandi eftir því hvaða hópa maður er að hitta.  Ástæðan er sú að það er mismunandi kúltúr og fólk eltir frekar kúltúr en reglur.  Þess vegna er svo mikilvægt að búa til kúltúr.  Og hvernig býr maður til kúltúr?  Hjá NOVA stendur kúltúrinn alls staðar.  Þorgrímur Þráinsson bjó til kúltúrinn í landsliðinu og það eru leiðtogarnir sem búa til hann.  Þeir búa til neikvæðan og jákvæðan kúltúr.  Sá neikvæði grefur undan, setur sjálfan sig í forgang, leyfir baktal. Sá jákvæði gerir allt öfugt.  Fólk ætti að spyrja sig: „Hvenær varstu síðast rosalega leiðinlegur/leiðinleg?“. Við viljum alls ekki vera leiðinlegi, neikvæði aðilinn en við sogumst inn í kúltúrinn.  Jón sagði frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni sem er væntanlega ljúfasti maður í heimi.  Kúltúrinn hjá KVAN er sá að þau eru hópur og fagna alltaf öll saman.  Jón sagði frá Pétri formanni nemendafélags Versló í fyrra sem sagði „Markmiðið okkar í Versló er að gera hverjum einasta nemanda kleift að stunda eitthvað sem veitir þeim tilgang.  Jón sagði að lokum frá því að hann markþjálfar stjórnendur inn í fyrirtækjum.  Ef þú kemur úr þannig kúltúr að þér er alltaf sagt stöðugt að gera eitthvað þá tengja Íslendingar ekki við það en Pólverjar gera það.  Thailendingar skilja t.d. ekki íslenska kaldhæðni og það er því mjög flókið þegar verið er að búa til liðsheild.  Jón hvatti alla til að hlusta á Brené Brown á netinu, það dýrmætasta sem hver á er tíminn. 

Pálmi heldur fyrirlestra um samskipti á vinnustöðum um land allt.  Allir hafa áhrif á sínum vinnustað.  Pálmar Ragnarsson er sálfræðingur og með ms í viðskiptafræði.  Hann er fyrirlesari, íþróttaþjálfari o.fl. Það skiptir gríðarlegu máli hvernig fyrirmyndir við höfum og þess vegna er mikilvægt að taka viðtöl bæði við karla og konur.  Lokaverkefni Pálma í viðskiptafræðinni var „Samskipti á vinnustöðum“.  Er hægt að yfirfæra íþróttakúltúrinn yfir á vinnustaðinn?  Og hvernig er hægt að skapa stemningu þar sem öllum líður vel?  Er hægt að hafa það þannig að öllum líði vel?  Ef fólk finnur að allir eru jafn mikilvægir félagslega og hvernig maður leggur sig fram.  Pálmi leggur sjálfur mikla áherslu á að hrósa fólki og krökkum á æfingu. Mikilvægt er að grípa rétt tækifæri.  Pálmi spurði salinn hvernig væri að vera nýr starfsmaður á okkar vinnustað.  Það skiptir öllu máli hvernig fyrsta vikan er. Í körfuboltanum er passað vel upp á að viðkomandi finni hversu velkominn hann/hún er.  Ný stelpa sem kemur er boðin velkomin af öllum og fær að vita að sá sem er nýr hittir ekki alltaf í körfuna.  Stelpan upplifir að það sé svo gaman að vera nýr aðili og að liðið fagni nýjum aðilum.  Mikilvægt er að vinnustaðir taki vel á móti nýjum starfsmönnum ekki einungis stjórnandinn.  Það eru litlu atriðin sem skipta öllu máli.  Það er svo mikilvægt að viðhalda áhuganum hjá sjálfum sér.  Það er gert með því t.d. að læra eitthvað nýtt.  Spyrja sig hvað það sé við starfið sitt sem manni finnst svo gaman.  Mikilvægt er að smita áhuga.  Allir hafa áhrif á fólkið í kringum sig og stýra andrúmsloftinu hvort heldur þeir eru neikvæðir eða jákvæðir.   

Eldri viðburðir

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Starfsafl býður heim

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Starfsafli býður félagsfólki Stjórnvísis heim, í Hús Atvinnulífsins, til að njóta léttra veitinga og hlýða á erindi þar sem Lísbet mun fjalla vítt og breitt um fræðslu fyrirtækja, mikilvægi fræðslustefnu og áætlunar, ásamt því að svara spurningum úr sal.

 Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Fundarstjóri er Guðrún Finns., stjórnarmeðlimur í faghóp mannauðsstjórnunar.

Aldursstjórnun - Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár, er eitthvað að marka þetta fólk?

Hlekkur á viðburð: Join the meeting now

 

Aldur er einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á viðhorf okkar og viðmót gagnvart öðru fólki. En hvernig er hægt verða meðvitaðri um þessi viðhorf og taka tillit til hækkandi aldurs á vinnumarkaði? 

 

Hvað er aldursstjórnun og hvernig nýtist hún mannauðsfólki? Hvernig birtast aldurs-/öldrunarfordómar og hvaða áhrif hafa þeir? Er gagnlegt að flokka starfsfólk í hópa eftir kynslóðum? Hvað er verið að gera á alþjóðlegum vettvangi í því skyni að sporna við öldrunarfordómum? 

 

Þetta og mögulega fleira tengt öldrun á vinnumarkaði verður til umfjöllunar undir yfirskriftinni "Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár - er eitthvað að marka þetta fólk?"

Fyrirlesari: Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi með yfir 20 ára reynslu í öldrunarþjónustu og viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu. Hún hefur haldið utan um starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar frá árinu 2013 samhliða störfum á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og við ráðgjöf og kennslu.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir, formaður faghóps um mannauðsstjórnun.

Kulnun Íslendinga árið 2024

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina
Í ár var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif.

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2024 – fimm ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: prosent@prosent.is 

Fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum

Hlekkur á viðburðinn: Join the meeting now

 

Hjalti Vigfússon, verkefnastjóri hjá Samtökin '78, mun koma og halda stutt erindi um hvernig mannauðsfólk getur hagað vinnuaðstæðum og þjálfað starfsfólk sitt til að gera vinnustaðinn móttækilegri fyrir fjölbreyttum hóp starfsfólks.

Erindið eru 30 mínútur, og verður tími fyrir spurningar að því loknu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?