Lansdvirkjun tók á móti gestum á vegum Stjórnvís til að ræða um vegferð þeirra í jafnréttismálum fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30. Góð mæting var á fundinn og boðið var upp á morgunverð í sal Landsvirkjunar í Austurveri.
Gyða Björg kynnti stjórn faghóps um jafnlauanstjórnun, tilgang og viðburði.
Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði hélt erindi um þá vinnu sem hefur átt sér stað í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun og þær leiðir sem þau hafa farið í stefnumótun og markmiðastetningu.
Nokkrir þættir spiluðu saman í upphafi síðasta árs sem gerði það að verkum að jafnréttismál voru sett í forgang hjá Lansvirkjun og ákveðið var að bjóða öllum starfsmönnum í jafnréttispartý í mars 2017. Á þeim degi tók forstjóri stöðu formennsku í jafnréttisnefnd og lýsti því yfir að hann skyldi ekki stíga til hliðar fyrr en markmiði um 40% hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum yrði náð.
Afurð af þessari vinnu urðu þau 6 meginmarkmiðum sem Landsvirkjun hefur sett fram í sinni jafnréttisáætlun. Öll markmið eru mælanleg og tilgreina leið og mælikvarða að settu markmiði. Þessi markmið eru í samræmi við Jafnréttisvísi Capacent sem gerðu úttekt á jafnréttismálum yfir sumarið 2017.
Góð umræða skapaðist um jafnréttismál, jafnréttisáætlanir og um jafnlaunavottun í kjölfarið og svöruðu Selma og Sturla, starfsmannastjóri, fyrirspurnum gesta.
Við í stjórn faghópsins þökkum Landsvirkjun fyrir mjög áhugavert erindi og hlökkum til að fylgjast með þróun mála hjá þeim í framtíðinni sem einu af leiðandi fyritækjum í jafnréttismálum á Íslandi.
Meðfygljandi er mynd af Gula spjaldinu, sem inniheldur orðskýringu á hrútskýringu og menndurektningu. Sem hluti af vitundarvakningu eru þessi spjöld prentuð út og sett í öll fundarherbergi í Landsvirkjun, sem hefur vakið mikla athygli og lukku.