Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík Gylfaflöt, ~ Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur,
Fyrirlesari: Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir Deildarstjóri Umhverfis-og fræðsludeildar Sorpu.
SORPA fékk ISO 9001 vottun 2010 og í fyrirlestrinum verður komið inná hvernig stjórntækið ISO 9001 hefur dregið fram verklag og ferla hjá öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Unnið er vel í mörgum hornum en oft verið erfitt að kalla það fram og gera sýnilegt á einfaldan hátt. Í dag eru ferlar og verklag öllum sýnileg, auðfundin og eiga allir starfsmenn eiga sinn þátt í því. Þetta er okkar daglega vinna en ekkert kerfi sem kemur ofan á alla aðra vinnu. Má segja að það hafi verið hvað erfiðast að innræta hjá starfsmönnum, að gæðakerfið ekki væri viðbót við „allt hitt“, heldur og daglega störf hjá fyrirtækinu. Virkni starfsmanna og þátttaka þeirra í að koma verkefninu á koppinn ásamt einlægum áhuga og fordæmi stjórnenda eru mikilvæg í verkefni sem þessu. SORPA hefur frá upphafi verið í fararbroddi á sýnu sviði, verkefni verið vel unnin en miðlæga sameiginleg hefur skráningu verið erfitt að nálgast með aðgangsstýringum. Innleiðing kerfissins hefur verið vegferð til framtíðar og er ISO 14001 innleiðing handan við hornið sem og öryggisstjórnun. Einnig hefur fyrirtækið horft til nýrra leiða við skráningu verkefna, utanumhald frávika og sýnileika þess sem unnið er með innan kerfisins. Komið verður inná þessa þætti í fyrirlestrinum og það hvernig umhverfisfyrirtækið SORPA stefnir ótrauð áfram inná lendur gæða- umhverfis og öryggisstjórnunar.