Borgartún 21a, 150 Reykjavík Borgartún 21, Austurbær Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Hagstofa Íslands byrjaði fyrir tveimur árum að innleiða gæðastjórnun í samræmi við meginreglur í evrópskri hagskýrslugerð (European Statistics Code of Practice) og PDCA (Plan-Do-Check-Act). Eitt þeirra verkfæra sem hagstofum í evrópska hagskýrslusamstarfinu (European Statistical System) er uppálagt að innleiða er líkan um framleiðsluferli hagskýrslugerðar (GSBPM). Það hefur vakið talsverða athygli erlendis hvernig Hagstofa Íslands hefur notað þetta líkan við kortlagningu ferla á stofnuninni.
Við kortlagningu ferla er mikilvægt að skrásetja ferlin eins og þau raunverulega eru, en með notkun almennra (generic) líkana, eins og GSBPM, er hægt að gera þetta með stöðluðum hætti. Slíkt eykur verulega notagildi ferlarita þegar kemur að samanburði og lærdómi (benchmarking).
Fyrirlesari: Reynir Kristjánsson, gæðastjóri hjá Hagstofu Íslands.