Aðalfundur Aðstöðustjórnun
Þriðjudagur 6. maí kl 13:00
Dagskrá
Aðalfundur Aðstöðustjórnun
Þriðjudagur 6. maí kl 13:00
Dagskrá
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi
Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?
Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.
Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.
Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði. Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Stefnt er að því að viðburðinum verði einnig streymt.
Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.
Viðburðurinn fer fram á Teams => Join the meeting now
Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.
Halldór Valgeirsson, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, fræðir okkur um innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.
Halldór starfar hjá EMC markaðsrannsóknum auk þess að vera í doktorsnámi. Doktorsverkefni hans fjallar um áhrif þess á starfsfólk að flytja í verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Heiti erindis Halldórs: "Hvað ræður því hvort innleiðing verkefnamiðaðs vinnuumhverfis hefur góð eða slæm áhrif á starfsfólk?"
Sirra Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri Landsbankans, ætlar að fjalla um innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6. Hún mun fara yfir hvað hefur gengið vel, hvernig mælingar hafa verið nýttar og hvað hefur mátt læra af ferlinu.
Sirra hefur unnið í mannauðsmálum í fjölmörg ár og komið að innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi hjá Eimskip, Landsbankanum og vinnur nú að innleiðingu með TM að því að flytja í samskonar vinnuumhverfi.
Heiti erindis Sirru: "Hvernig fer um þig á nýjum vinnustað? Umfjöllun um verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans".
Fundarstjóri verður Sverrir Bollason, sérfræðingur hjá FSRE. Sverrir situr í stjórn faghóps um aðstöðustjórnun.
Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu
Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system). Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly.
Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar, úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.
Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.
Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2024 er um tæknikerfi húsa, fjallað verður um m.a hússtjórnunarkerfi og viðhaldskerfi húsa.
Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara til að fjalla um efnið.
Fundardagskrá
Síðar